Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar 4. nóvember 2025 07:04 Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Íslenska krónan Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um gengi krónunnar að undanförnu og þá aðalega vegna þess að ýmsir telja gengið of hátt skráð. Sterkt gengi hennar ætti til hins vegar að vera til hagsbóta fyrir neytendur þar sem allur innflutningur væri þá á lægra verði og við fengjum meira fyrir krónuna. Sterkt gengi krónunnar ætti líka að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta en það hefur hins vegar ekki gerst. Vegna styrkingar krónunnar hafa útflutningstekjur í krónum talið dregist saman og það hefur áhrif á allar okkar útflutningsgreinar og um leið stöðu þjóðarbúsins. Til þess að mæta sveiflum á gengi krónunnar rembist síðan Seðlabankinn sem rekinn er með tugmilljarða halla, eins og rjúpan við staurinn við reyna að halda einhverju jafnvægisgengi með því að kaupa og selja krónur. Ferðamenn hreyfa gengi krónunnar Ferðaþjónustan er ein af þeim greinum sem er sérlega útsett fyrir sveiflum á gengi. Ferðir til erlendra ferðaskrifstofa eru bókaðar með löngum fyrirvara, á ákveðnu gengi, en þegar gengið styrkist í millitíðinni verða krónunnar færri þegar greiðslan er loks innt af hendi og afkoman verri sem því nemur. Vegna þess hversu lítill íslenska krónan mun mikill fjöldi ferðamanna sem hingað kemur og kaupir sér krónur alltaf hafa þau áhrif að krónan styrkist í hlutfalli við fjölda og eyðslu þeirra. Það má því segja að velgegni ferðaþjónustunnar býti í skottið á henni sjálfri en hafi um leið neikvæð áhrif á aðrar útflutningsgreinar eins og sjávarútveg. Hér áður fyrr var vandi útfutningsgreinanna leystur með gengisfellingum sem rýrðu um leið kaupmátt almennings en slíkar aðferðir duga ekki lengur. Almenningur situr í súpunni Mörg íslensk stórfyrirtæki hafa brugðist við þessari stöðu og gera nú upp í evrum og dollar. Eftir situr íslenskur almenningur og smærri fyrirtæki og glíma við þær aukaverkanir sem fylgja íslenskri krónu, geysiháum vöxtum og einhverjum óskapnaði sem heitir verðtryggð króna.Sú króna gerir það að verkum að fólk hangir í skuldahengingarsnöru alla sína ævi . Tækifæri til þess að breyta þessu er til staðar en hafa því miður ekki verið nýtt hingað til. Vonandi horfir það til bóta. Íslenskt atvinnulíf og íslenskur almenningur þurfa stöðugar undirstöður til að byggja á, en því fer fjarri að íslenska krónan uppfylli þau skilyrði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun