Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2025 14:31 Desire Doue fagnar öðru marka sinna fyrir Paris Saint-Germain í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Getty/ Justin Setterfield Franski fótboltamaðurinn Desire Doue er nýjasta fórnarlamb bölvunar besta leikmanns úrslitaleiks Meistaradeildarinnar í fótbolta. Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira
Doue meiddist í síðasta leik Paris Saint Germain á móti Lorient í frönsku deildinni í vikunni og verður lengi frá eftir að hafa rifið vöðva í læri. Þetta er enn eitt dæmið þar sem stjarna úrslitaleiks Meistaradeildarinnar tímabilið á undan lendir illa í meiðsladrauginum. Á síðasta tímabili var Doue valinn maður leiksins þegar Paris Saint Germain vann 5-0 sigur á Internazionale og tryggði sér sigur í Meistaradeildinni í fyrsta skipti. Doue skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í úrslitaleiknum í München. Nú hefur hann, líkt og allir hinir verðlaunahafar úrslitaleiksins síðan 2019, orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Hér fyrir neðan má sjá upptalingu á bölvun stjörnu úrslitaleiks Meistaradeildarinnar undanfarin sex ár. 2019 – Virgil van Dijk (Liverpool): Valinn maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband og það hélt honum frá keppni í marga mánuði. 2020 – Kingsley Coman (Bayern München): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en glímdi skömmu síðar við endurtekin meiðsli sem héldu honum frá keppni í yfir hundrað daga. 2021 – N’Golo Kanté (Chelsea): Maður leiksins í úrslitaleiknum en varð síðar fyrir vöðvameiðslum sem takmörkuðu leikjatíma hans og neyddu hann til að missa af stórmóti. 2022 – Thibaut Courtois (Real Madrid): Var valinn maður leiksins fyrir hetjulega markvörslu sína en ári síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum. 2023 – Rodri (Manchester City): Skoraði sigurmarkið og var valinn maður leiksins, en varð síðar fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2024 – Dani Carvajal (Real Madrid): Maður leiksins eftir að hafa skorað fyrsta markið í úrslitaleiknum en mánuðum síðar varð hann fyrir alvarlegum hnémeiðslum þegar hann sleit krossband. 2025 - Desire Doue (PSG): Maður leiksins eftir að hafa skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í úrslitaleiknum en hefur nú rifið vöðva í læri. Slapp kannski betur en margir hinir en verður engu að síður lengi frá. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fleiri fréttir Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Sjá meira