Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2025 23:24 Frá vinstri: Magnús Þór Jónsson, einn stofnenda Hefring Marine, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, Björn Jónsson, stofnandi Hefring og Karl Birgir BJörnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Hefring. Sigurjón Ragnar Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa. Í tilkynningu frá Nýsköpunarsjóðnum Kríu, sem veitir verðlaunin auk Íslandsstofu, Hugverkastofu og Rannís, segir að Hefring Marine hafi verið stofnað árið 2018 og hafi á skömmum tíma náð umtalsverðum árangri á alþjóðlegum markaði. Upphaf starfseminnar megi rekja til rannsókna á höggbylgjum og sjólagi í samhengi við siglingarhraða hraðskreiðra ferðaþjónustubáta. „Þær rannsóknir urðu grunnurinn að þróun á IMAS® (Intelligent Marine Assistance System) snjallsiglingakerfi fyrirtækisins sem nýtir gervigreind og gögn frá ýmsum skynjurum og mælitækjum um borð í bátum og skipum til að birta skipsstjórnendum og flotastjórum rauntímaleiðsögn um fjölmarga þætti sem varða öryggi, eldsneytisnýtingu, viðhald og rekstur. Kerfið nýtist m.a. til að aðlaga siglingarhraða að aðstæðum og sjólagi og koma í veg fyrir högg sem geta valdið alvarlegum slysum, besta eldsneytisnotkun miðað við aðstæður, vakta búnað og fylgjast með bilanaskilaboðum, skilgreina siglingasvæði og ýmislegt annað sem nýtist skipsstjórnendum- og flotastjórum á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Vaxið hratt Félagið hefur tryggt öfluga hugverkavernd með einkaleyfum í Evrópu og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningunni, þar á meðal fyrir aðferðir og kerfi til bylgjumælinga og greiningar á höggáhrifum. Starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið hratt á undanförnum árum, með stöðugum tekjuvexti og fjölgun starfsmanna, einkum við rannsóknir og þróun. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum verðlaunin í dag.Sigurjón Ragnar „Fyrirtækið hefur skapað sér traust á erfiðum markaði og kerfi þess er nú notað af björgunaraðilum, sjóherjum, útgerðum, bátaframleiðendum og ferðaþjónustuaðilum um allan heim, þar á meðal í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu og á Íslandi.“ Efli sjálfbærni og öryggi í siglingum Dómnefndin taldi Hefring Marine gott dæmi um hvernig íslensk tæknifyrirtæki gætu haslað sér völl innan geira sem áður voru taldir utan sviðs hugverkaiðnaðar. Félagið sé til fyrirmyndar í því hvernig nýta megi fjjölbreytt notkunargögn við þróun nýrrar tækni. „Kerfið hefur mikið og augljóst hagnýtt gildi, það bætir öryggi, dregur úr eldsneytisnotkun og þar með losun gróðurhúsalofttegunda og eflir þannig sjálfbærni í siglingum. Markhópur fyrirtækisins er vel skilgreindur og það hefur skapað sér traust á erfiðum og tiltölulega lokuðum markaði. Tekjur fyrirtækisins hafa aukist hratt á stuttum tíma og margir samningar eru í farvatninu. Framtíðarsýn þess er skýr og möguleikar á uppskölun mjög góðir. Þá hefur fyrirtækið tryggt mikilvæg hugverkaréttindi á alþjóðlegum vettvangi. Þetta gerir Hefring Marine að efnilegu fyrirmyndarfyrirtæki sem á alla möguleika á að tryggja sér alþjóðlega lykilstöðu innan síns geira,“ segir í tilkynningunni. Nýsköpun Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í tilkynningu frá Nýsköpunarsjóðnum Kríu, sem veitir verðlaunin auk Íslandsstofu, Hugverkastofu og Rannís, segir að Hefring Marine hafi verið stofnað árið 2018 og hafi á skömmum tíma náð umtalsverðum árangri á alþjóðlegum markaði. Upphaf starfseminnar megi rekja til rannsókna á höggbylgjum og sjólagi í samhengi við siglingarhraða hraðskreiðra ferðaþjónustubáta. „Þær rannsóknir urðu grunnurinn að þróun á IMAS® (Intelligent Marine Assistance System) snjallsiglingakerfi fyrirtækisins sem nýtir gervigreind og gögn frá ýmsum skynjurum og mælitækjum um borð í bátum og skipum til að birta skipsstjórnendum og flotastjórum rauntímaleiðsögn um fjölmarga þætti sem varða öryggi, eldsneytisnýtingu, viðhald og rekstur. Kerfið nýtist m.a. til að aðlaga siglingarhraða að aðstæðum og sjólagi og koma í veg fyrir högg sem geta valdið alvarlegum slysum, besta eldsneytisnotkun miðað við aðstæður, vakta búnað og fylgjast með bilanaskilaboðum, skilgreina siglingasvæði og ýmislegt annað sem nýtist skipsstjórnendum- og flotastjórum á hverjum tíma,“ segir í tilkynningunni. Vaxið hratt Félagið hefur tryggt öfluga hugverkavernd með einkaleyfum í Evrópu og Bandaríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningunni, þar á meðal fyrir aðferðir og kerfi til bylgjumælinga og greiningar á höggáhrifum. Starfsemi fyrirtækisins hafi vaxið hratt á undanförnum árum, með stöðugum tekjuvexti og fjölgun starfsmanna, einkum við rannsóknir og þróun. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum verðlaunin í dag.Sigurjón Ragnar „Fyrirtækið hefur skapað sér traust á erfiðum markaði og kerfi þess er nú notað af björgunaraðilum, sjóherjum, útgerðum, bátaframleiðendum og ferðaþjónustuaðilum um allan heim, þar á meðal í Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ítalíu og á Íslandi.“ Efli sjálfbærni og öryggi í siglingum Dómnefndin taldi Hefring Marine gott dæmi um hvernig íslensk tæknifyrirtæki gætu haslað sér völl innan geira sem áður voru taldir utan sviðs hugverkaiðnaðar. Félagið sé til fyrirmyndar í því hvernig nýta megi fjjölbreytt notkunargögn við þróun nýrrar tækni. „Kerfið hefur mikið og augljóst hagnýtt gildi, það bætir öryggi, dregur úr eldsneytisnotkun og þar með losun gróðurhúsalofttegunda og eflir þannig sjálfbærni í siglingum. Markhópur fyrirtækisins er vel skilgreindur og það hefur skapað sér traust á erfiðum og tiltölulega lokuðum markaði. Tekjur fyrirtækisins hafa aukist hratt á stuttum tíma og margir samningar eru í farvatninu. Framtíðarsýn þess er skýr og möguleikar á uppskölun mjög góðir. Þá hefur fyrirtækið tryggt mikilvæg hugverkaréttindi á alþjóðlegum vettvangi. Þetta gerir Hefring Marine að efnilegu fyrirmyndarfyrirtæki sem á alla möguleika á að tryggja sér alþjóðlega lykilstöðu innan síns geira,“ segir í tilkynningunni.
Nýsköpun Sjávarútvegur Tækni Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira