Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2025 09:02 Það eru spennandi viðureignir framundan á kvöldi tvö í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Bein útsending er á Sýn Sport klukkan 20 á laugardagskvöld. Sýn Sport Það stefnir í afar spennandi kvöld í Kvikunni í Grindavík á morgun þegar þar fer fram annað keppniskvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti, í beinni útsendingu á Sýn Sport. Brjósklos og möguleikinn á eldgosi skapa þó ákveðna óvissu. Á meðal keppenda annað kvöld verður vonandi pílukastari ársins 2024, Matthías Örn Friðriksson, sem fagnar því mjög að fá svo skemmtilegt mót heima í Grindavík eftir allt sem á undan er gengið. Hann segir hins vegar aðeins helmingslíkur á að hann geti sjálfur keppt: „Ég er kominn með brjósklos í bakið og á bara erfitt með að labba. Ég var orðinn slæmur fyrir fyrsta keppniskvöldið en harkaði af mér, en núna get ég rétt svo staðið í nokkrar mínútur. Ég er í kappi við tímann fyrir laugardaginn,“ sagði Matthías. „Ég finn svona dofa frá rassvöðva og niður í tær. Um leið og ég set einhvern þunga á lappirnar þá þrýstist á taugina og því fylgir galinn verkur,“ bætti Matthías við en hann ætlar að láta toga bakið til í dag og sjá hverju það skilar. Nú vita allir hvað Jón Bjarmi getur fyrir framan myndavélarnar Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar þegar nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson kom sá og sigraði, á Hótel Selfossi. Hann fær að láta ljós sitt skína aftur annað kvöld en hver keppandi spilar á tveimur mótum og ráða samanlögð stig svo því hverjir komast áfram í átta manna úrslit. „Ég held að enginn hafi spáð þessu fyrir fyrsta kvöldið, miðað við hvaða leikmenn voru þarna, en Jón Bjarmi var eins og hann ætti heima á þessu sviði og hefði verið þarna í 10-15 ár. Hann átti skilið að taka kvöld eitt en núna vitum við hvað hann getur fyrir framan myndavélina og ég reikna með að menn rífi sig í gang og reyni að taka hann út. Það er alveg óþarfi að gefa honum tvö kvöld!“ sagði Matthías léttur. Ánægður með að fá mót í Grindavík Hann er eins og fyrr segir spenntur fyrir að sjá íþróttalífið í Grindavík halda áfram að eflast eftir að öllu var skellt í lás vegna eldgosa. „Við vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta og að það fari ekki að gjósa. Þegar við vorum að funda með Sýn Sport um hvar mótin ættu að vera þá kom strax upp að við vildum vera í Grindavík. Kvikan er mjög flottur salur fyrir þetta mót og við reiknum með fullt af fólki. Fyrr um daginn verður mót í pílusalnum í íþróttahúsinu, fólk getur svo fengið sér að borða á Papas og mætt og tekið þátt í partýinu í Kvikunni,“ sagði Matthías. Hann lætur fréttir gærdagsins um jarðskjálfta við Bláa lónið ekki trufla sig: „Nei, nei. Við erum vön þessu. Maður er farinn að læra það að þetta gerist bara þegar það gerist. Það eru alltaf einhverjar skjálftahrinur úti um allt og það er ekki fyrr en það eru 2-300 skjálftar á klukkutíma sem maður veit að eitthvað er að koma upp. Við erum svo sem ekki með neitt plan B. Ef það verður rýming og ekki hægt að halda kvöldið í Grindavík þá frestast þetta kvöld bara og mögulega myndum við þá sleppa 8-manna úrslitum deildarinnar og fara beint í undanúrslit. En við keyrum bara á þetta þangað til móðir náttúra segir okkur að gera það ekki,“ sagði Matthías. Pílukast Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira
Á meðal keppenda annað kvöld verður vonandi pílukastari ársins 2024, Matthías Örn Friðriksson, sem fagnar því mjög að fá svo skemmtilegt mót heima í Grindavík eftir allt sem á undan er gengið. Hann segir hins vegar aðeins helmingslíkur á að hann geti sjálfur keppt: „Ég er kominn með brjósklos í bakið og á bara erfitt með að labba. Ég var orðinn slæmur fyrir fyrsta keppniskvöldið en harkaði af mér, en núna get ég rétt svo staðið í nokkrar mínútur. Ég er í kappi við tímann fyrir laugardaginn,“ sagði Matthías. „Ég finn svona dofa frá rassvöðva og niður í tær. Um leið og ég set einhvern þunga á lappirnar þá þrýstist á taugina og því fylgir galinn verkur,“ bætti Matthías við en hann ætlar að láta toga bakið til í dag og sjá hverju það skilar. Nú vita allir hvað Jón Bjarmi getur fyrir framan myndavélarnar Afar óvænt úrslit urðu á fyrsta kvöldi Úrvalsdeildarinnar þegar nýliðinn Jón Bjarmi Sigurðsson kom sá og sigraði, á Hótel Selfossi. Hann fær að láta ljós sitt skína aftur annað kvöld en hver keppandi spilar á tveimur mótum og ráða samanlögð stig svo því hverjir komast áfram í átta manna úrslit. „Ég held að enginn hafi spáð þessu fyrir fyrsta kvöldið, miðað við hvaða leikmenn voru þarna, en Jón Bjarmi var eins og hann ætti heima á þessu sviði og hefði verið þarna í 10-15 ár. Hann átti skilið að taka kvöld eitt en núna vitum við hvað hann getur fyrir framan myndavélina og ég reikna með að menn rífi sig í gang og reyni að taka hann út. Það er alveg óþarfi að gefa honum tvö kvöld!“ sagði Matthías léttur. Ánægður með að fá mót í Grindavík Hann er eins og fyrr segir spenntur fyrir að sjá íþróttalífið í Grindavík halda áfram að eflast eftir að öllu var skellt í lás vegna eldgosa. „Við vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta og að það fari ekki að gjósa. Þegar við vorum að funda með Sýn Sport um hvar mótin ættu að vera þá kom strax upp að við vildum vera í Grindavík. Kvikan er mjög flottur salur fyrir þetta mót og við reiknum með fullt af fólki. Fyrr um daginn verður mót í pílusalnum í íþróttahúsinu, fólk getur svo fengið sér að borða á Papas og mætt og tekið þátt í partýinu í Kvikunni,“ sagði Matthías. Hann lætur fréttir gærdagsins um jarðskjálfta við Bláa lónið ekki trufla sig: „Nei, nei. Við erum vön þessu. Maður er farinn að læra það að þetta gerist bara þegar það gerist. Það eru alltaf einhverjar skjálftahrinur úti um allt og það er ekki fyrr en það eru 2-300 skjálftar á klukkutíma sem maður veit að eitthvað er að koma upp. Við erum svo sem ekki með neitt plan B. Ef það verður rýming og ekki hægt að halda kvöldið í Grindavík þá frestast þetta kvöld bara og mögulega myndum við þá sleppa 8-manna úrslitum deildarinnar og fara beint í undanúrslit. En við keyrum bara á þetta þangað til móðir náttúra segir okkur að gera það ekki,“ sagði Matthías.
Pílukast Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Sjá meira