Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 10:38 Slysið varð á Reykjanesbraut við Álfabakka 1. apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lést eftir að bíl var ekið á hann á Reykjanesbraut við Álfabakka í apríl á þessu ári, var ofurölvi þegar banaslysið varð. Maðurinn hafði skyndilega hlaupið út á Reykjanesbraut og hrasað í veg fyrir bíl. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða. Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Slysið varð á Reykjanesbraut þann 1. apríl síðastliðinn, rétt norðan við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 14:42. Slysið varð á þriðja tímanum eftir hádegi þann 1. apríl.RNSA Gangandi vegfarandinn, sem var 49 ára gamall þegar hann lést, hafði sést ganga meðfram Breiðholtsbraut í vesturátt í aðdraganda slyssins. Nokkrir höfðu gert lögreglu viðvart Nokkur vitni, sem komu höfðu auga á hann á gangi, höfðu haft samband við lögreglu fyrir slysið þar sem þau töldu manninn ekki í líkamlegu ástandi til að vera þarna á ferð. Hann hafi verið reikull í spori og nokkrum sinnum virst nálægt því að detta inn á Breiðholtsbraut þegar hann gekk meðfram henni. Maðurinn var á göngu meðfram Reykjanesbrautinni, eftir að hafa gengið við Breiðholtsbraut í nokkra hríð, þegar slysið varð.RNSA Leyfilegur hámarkshraði á Breiðholtsbraut eru 60 kílómetrar á klukkustund og 80 á Reykjanesbraut. Ökumaður, sem var á leið í norðurátt á Reykjanesbraut, kvaðst hafa verið á um 70 kílómetra hraða áður en hann varð var við vegfarandann. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á brautina Hann hafi hægt á sér þegar hann hafi orðið hans var en bíllinn, sem var af gerðinni Nissan Pathfinder af árgerð 2013, var ekki útbúinn búnaði svo hægt væri að lesa hraðann sem hann var á í aðdraganda slyssins. Fram kemur í skýrslunni að frásögn ökumannsins stemmi við frásögn vitna. Ökumaður Nissan-bílsins sagðist, samkvæmt skýrslunni, hafa séð manninn ganga meðfram Reykjanesbraut í norðurátt þegar hann var nýbúinn að keyra undir brúna við gatnamót Breiðholtsbrautar og Nýbýlavegar. Hann hafi verið á vinstri akrein og hægt á bílnum þegar hann varð mannsins var. Maðurinn hafi skyndilega hlaupið út á akbrautina og hrasað en haldið áfram og að endingu dottið fyrir bíl hans. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að gangandi vegfarandinn hafi ekki nýtt nálægar gönguleiðir sem voru til staðar heldur reynt að þvera akbrautir, þar sem ekki er gert fyrir gangandi og hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Við rannsókn málsins hafi jafnframt komið í ljós mikið magn áfengis í blóði gangandi vegfarandans og hann hafi verið ofurölvi. Þá kvaðst ökumaðurinn hafa veitt vegfarandanum eftirtekt svo skömmu fyrir slysið að hann hafi ekki getað varnað slysinu þrátt fyrir að hafa dregið úr hraða.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Samgönguslys Reykjavík Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48 Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Ekið á gangandi vegfaranda Alvarlegt umferðarslys varð við Reykjanesbraut við brúna milli Nýbýlavegs og Breiðholtsbrautar. Ekið var á gangandi vegfaranda. 1. apríl 2025 15:48
Lést í umferðarslysi við Álfabakka Karlmaður lést eftir umferðarslys sem varð á Reykjanesbraut í Reykjavík, norðan megin brúarinnar Breiðholtsbraut að Nýbýlavegi á þriðja tímanum eftir hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 2. apríl 2025 10:01