Myndskeiðið segi ekki alla söguna Eiður Þór Árnason skrifar 29. október 2025 21:09 Myndskeið sem náðist af hluta atburðarásarinnar hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum. Eigandi bifreiðar sem keyrði utan í hjólreiðamann við Spöngina í dag segir myndskeið af atvikinu ekki segja alla söguna. Ekki hafi verið ætlunin að keyra svo nálægt hjólinu og hjólreiðamaðurinn áður sýnt árásargirni. Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu. Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Rúnar Þór Vilhjálmsson leigubílstjóri er eigandi bílsins en hann segir eiginkonu sína hafa verið við stýrið þennan afdrifaríka eftirmiðdag. „Hún vill ekkert tjá sig neitt meira en rétt skal vera rétt,“ segir hann í samtali við fréttastofu áður en hann byrjar að rekja atburðarásina. „Hún er að keyra á eftir honum og hann er eitthvað að dóla þarna á miðri götu og er þar hægur. Hún flautar á hann og hann gaf henni þá fokkmerki og hún nær að fara fram fyrir hann og stoppa við hringtorg.“ Þá hafi hann hjólað upp að bílnum og farið inn í þröngt pláss milli bílsins og gangstéttarkantsins. Næst hafi eiginkona hans dregið niður bílrúðuna og þau átt orðaskipti. „Þegar hann kemur upp að bílnum þá byrjar hann að sparka og berja í bílinn,“ bætir Rúnar við. Hún hafi í kjölfarið tjáð honum að hún ætlaði að hringja í lögregluna og hann þá teygt sig inn í bílinn og reynt að taka af henni símann. „Það er fyrst þegar hún rýkur af stað þaðan að hún þrengir svona harkalega að honum enda bara skelfingu lostin,“ segir Rúnar og vísar til augnabliksins sem sést á umtöluðu myndskeiði. Hafi skemmt bílinn Rúnar staðhæfir jafnframt að hjólið hafi ekki farið undir bílinn heldur klemmst milli stigbretta á bílnum og snjóskaflsins. „Hann náði hjólinu burt og hjólaði í burtu. Það var ekkert að hjólinu.“ Á þessum tímapunkti hafi konan hans verið búin að hringja í lögregluna en hjólreiðamaðurinn horfið. Rúnar fullyrðir að hann hafi stórskemmt bílinn. Hann bætir við að lögreglan hafi haft samband í kjölfarið og spurt konuna sína hvort hún vilji kæra hjólreiðamanninn. Hún hafi enga ákvörun tekið þeim efnum. Sé stormur í vatnsglasi Rúnar upplifir málið að einhverju leyti sem storm í vatnsglasi en segir atvikið vissulega líta illa út á myndskeiðinu sem er í dreifingu. „Það er eins og hún sé ökuníðingur. En það er ekki rétt. Hún að vísu rauk af stað skelfingu lostin þegar hann var búinn að fara inn um gluggann hjá henni að reyna að rífa af henni símann þegar hún er að hringja á lögguna.“ Henni hafi fundist skelfilegt að lenda í þessu.
Reykjavík Umferðaröryggi Hjólreiðar Tengdar fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
„Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Ökumaður sást keyra utan í hjólreiðamann við Spöngina í Reykjavík í dag. Pétur Jóhannesson var á keyrslu þar um fjögurleytið þegar atvikið átti sér stað. 29. október 2025 18:50