Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 28. október 2025 19:03 Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni varð ein af meginþáttum í nýrri stefnu Vegagerðarinnar 2024-2028 undir yfirskriftinni Sjálfbærni með í för. Í vor leit síðan fyrsta sjálfbærnistefna Vegagerðarinnar dagsins ljós en samkvæmt henni er unnið að ábyrgri nýtingu fjármuna og náttúruauðlinda og að dregið verði úr kolefnisspori framkvæmda, án þess þó að skerða hlutverk stofnunarinnar, sem er að tryggja öruggt og gott aðgengi um landið fyrir öll. Stefnunni fylgir ítarleg aðgerðaáætlun með 20 mælanlegum markmiðum og tímasettum aðgerðum. Fjallað verður um tvö lykilverkefni á morgunfundi Vegagerðarinnar föstudaginn 31. október þar sem sjónum verður beint að þeirri vegferð sem Vegagerðin hefur verið á síðasta árið. Kolefnisreiknirinn LOKI var þróaður til að meta kolefnisspor allra framkvæmda og til að geta með markvissum hætti farið í aðgerðir sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hin stóra breytingin eru auknar loftslagskröfur í útboðum Vegagerðarinnar. Breytingarnar miða að því að uppfylla kröfur um samdrátt í kolefnisspori framkvæmda, viðhaldi og rekstri innviða Vegagerðarinnar. Framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins er kjarnastarfsemi Vegagerðarinnar og einnig sá hluti sem hefur stærsta vist- eða kolefnisspor. Mikilvægt er því að skapa framtíðarsýn og ná yfir þau tækifæri sem eru þar til að draga úr vistspori. Breytingar verða unnar í skrefum yfir næstu 18 mánuði og verða innleiddar í áföngum. Helstu breytingar sem verða á útboðskröfum í vetur eru meðal annars: ·Ríkari krafa verður um tækjalista og áætlaða tækjanotkun strax þegar skilað er inn tilboði vegna útboðs Vegagerðarinnar og kallað verður eftir tiltækum umhverfisyfirlýsingum (EPD) vegna vöru eða hráefna sem notuð verða í verki fyrir Vegagerðina. ·Gerð verður skýrari krafa um skil á gögnum um eldsneytisnotkun á verktíma ásamt öðrum magntölum. ·Uppfærð sniðmát fyrir tækjalista verða hluti af útboðsgögnum Vegagerðarinnar til að auðvelda þessa breytingu. ·Bætt verður við þessar kröfur á næstu árum með það að markmiði að draga úr kolefnisspori framkvæmdar eins og kostur er. Morgunfundur Vegagerðarinnar verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig er hægt að fylgjast með erindum í beinu streymi. Nánari upplýsingar er að finna á vef Vegagerðarinnar. Höfundur er forstöðumaður sjálfbærnideildar Vegagerðarinnar.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun