Innlent

Snjókomumet og um­ferðar­öng­þveiti

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Bylgjan hádegi

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir verstu mögulegu spá vera að rætast en appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á suðvesturhluta landsins seinna í dag. Snjókomumet á höfuðborgarsvæðinu fyrir október er nú þegar hríðfallið en meira en þúsund farþegar hafa setið klukkutímum saman fastir í flugvél á flugbrautinni í Keflavík. Við fjöllum ítarlega um veðrið í hádegisfréttum Bylgjunnar og heyrum í fólki sem sat fast í umferðinni í morgun.

Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Þá verður rætt við fjármálaráðherra um breytingar sem hafa verið gerðar á verðtryggðum lánum í kjölfar vaxtadómsins, fylgst með stöðu fellibylsins Marissu auk þess sem við förum yfir stöðuna í aðdraganda landsleiks Íslands við Norður-Írland sem átti að fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Til skoðunar er að flytja leikinn í Kórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×