„Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2025 19:00 Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist til embættisins frá starfsfólki um einelti, kynbundið eða kynferðislegt áreiti eða ofbeldi. Hann myndi taka á slíkum málum. Hann harmar að innri mál embættisins séu til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur ekki íhugað stöðu sína. Starfsmannamál Ríkisendurskoðunar hafa verið til umfjöllunar eftir að starfsmannakannanir og gögnum var komið til fjölmiðla í dag sem sýna afar neikvæða mynd af starfsmannamálum stofnunarinnar. Þar ber einna hæst að meira en einn af hverjum tíu starfsmönnum Ríkisendurskoðunar upplifði svokölluð EKKO-mál síðustu sex mánuðina á undan. EKKO- stendur fyrir einelti, kynferðislegt, kynbundið eða ofbeldi. Þá höfðu 41 prósent orðið vitni að slíku ofbeldi. Engar formlegar tilkynningar borist um EKKO Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist um EKKO- mál. Ekki sé hægt að bregðast við málum sem eru ekki tilkynnt. „Þegar kemur að þessum upplifunum starfsfólks sem er tilefni þessa fréttaflutnings finnst mér ástæða til að árétta að hér hafa engin EKKO mál- komið upp. Það var verið að mæla upplifanir starfsfólks í áhættukönnuninni sem um ræðir. Það hafa hins vegar engar formlegar tilkynningar borist til embættisins. Kæmu þær fram myndi ég taka þeim mjög alvarlega og koma þeim í viðeigandi farveg. Það er erfitt að taka á málum þegar engar formlegar upplýsingar liggja fyrir. Ég sem æðsti yfirmaður sé um að allir fái réttláta málsmeðferð. En þegar um er að ræða óupplýstar upplifanir þá er ekki hægt að bregðast við. Þegar áhættumatið lá fyrir í september í fyrra þá settum við starfsmannamálin í ákveðinn farveg og höfum unnið markvisst að inngripum allar götur síðan,“ segir hann. Starfsfólk hafi ekki ástæðu til að óttast Aðspurður um hvort starfsfólk hætti mögulega ekki á að tilkynna um slík mál á formlegan hátt svarar Guðmundur: „Starfsfólk hefur enga ástæðu til að óttast að tilkynna slík mál, ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir svona málum.“ Guðmundur segir að hann hafi gert talsverðar breytingar á embættinu frá því hann hóf störf þar árið 2022 í því skyni að bæta það. „Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á starfseminni frá því ég tók við og þær geta tekið á. En ég er sannfærður um að þær séu af hinu góða og muni styrkja embættið til framtíðar,“ segir hann. Guðmundur segir að gagnrýni á að hann hafi tekið að sér verkefni mannauðsstjóra byggi á misskilningi. „Mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi. Ríkisendurskoðandi er æðsti stjórnandi Ríkisendurskoðunar og allar ákvarðanir enda hjá honum. Meðan mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi liggja verkefnin hjá mínu embætti og öðrum í stofnuninni,“ segir hann. Guðmundur telur ekki tilefni til að íhuga stöðu sína. „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína. Ég harma að innri mál stofnunarinnar séu gerð að fjölmiðlaumfjöllun og tel þá mynd sem þarna er dregin upp ekki raunsanna. Umfjöllunin er neikvæð fyrir starfsfólk og mitt verkefni að halda utan um það á tímum sem þessum. Samband mitt við starfsfólk er almennt mjög gott. Hér er afskaplega hæfur og góður mannauður sem mér þykir vænt um að fá tækifæri til að starfa með,“ segir hann að lokum. Ríkisendurskoðun Alþingi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira
Starfsmannamál Ríkisendurskoðunar hafa verið til umfjöllunar eftir að starfsmannakannanir og gögnum var komið til fjölmiðla í dag sem sýna afar neikvæða mynd af starfsmannamálum stofnunarinnar. Þar ber einna hæst að meira en einn af hverjum tíu starfsmönnum Ríkisendurskoðunar upplifði svokölluð EKKO-mál síðustu sex mánuðina á undan. EKKO- stendur fyrir einelti, kynferðislegt, kynbundið eða ofbeldi. Þá höfðu 41 prósent orðið vitni að slíku ofbeldi. Engar formlegar tilkynningar borist um EKKO Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að engin formleg tilkynning hafi borist um EKKO- mál. Ekki sé hægt að bregðast við málum sem eru ekki tilkynnt. „Þegar kemur að þessum upplifunum starfsfólks sem er tilefni þessa fréttaflutnings finnst mér ástæða til að árétta að hér hafa engin EKKO mál- komið upp. Það var verið að mæla upplifanir starfsfólks í áhættukönnuninni sem um ræðir. Það hafa hins vegar engar formlegar tilkynningar borist til embættisins. Kæmu þær fram myndi ég taka þeim mjög alvarlega og koma þeim í viðeigandi farveg. Það er erfitt að taka á málum þegar engar formlegar upplýsingar liggja fyrir. Ég sem æðsti yfirmaður sé um að allir fái réttláta málsmeðferð. En þegar um er að ræða óupplýstar upplifanir þá er ekki hægt að bregðast við. Þegar áhættumatið lá fyrir í september í fyrra þá settum við starfsmannamálin í ákveðinn farveg og höfum unnið markvisst að inngripum allar götur síðan,“ segir hann. Starfsfólk hafi ekki ástæðu til að óttast Aðspurður um hvort starfsfólk hætti mögulega ekki á að tilkynna um slík mál á formlegan hátt svarar Guðmundur: „Starfsfólk hefur enga ástæðu til að óttast að tilkynna slík mál, ég hef ekkert umburðarlyndi fyrir svona málum.“ Guðmundur segir að hann hafi gert talsverðar breytingar á embættinu frá því hann hóf störf þar árið 2022 í því skyni að bæta það. „Það hafa verið gerðar töluverðar breytingar á starfseminni frá því ég tók við og þær geta tekið á. En ég er sannfærður um að þær séu af hinu góða og muni styrkja embættið til framtíðar,“ segir hann. Guðmundur segir að gagnrýni á að hann hafi tekið að sér verkefni mannauðsstjóra byggi á misskilningi. „Mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi. Ríkisendurskoðandi er æðsti stjórnandi Ríkisendurskoðunar og allar ákvarðanir enda hjá honum. Meðan mannauðsstjóri er í fæðingarorlofi liggja verkefnin hjá mínu embætti og öðrum í stofnuninni,“ segir hann. Guðmundur telur ekki tilefni til að íhuga stöðu sína. „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína. Ég harma að innri mál stofnunarinnar séu gerð að fjölmiðlaumfjöllun og tel þá mynd sem þarna er dregin upp ekki raunsanna. Umfjöllunin er neikvæð fyrir starfsfólk og mitt verkefni að halda utan um það á tímum sem þessum. Samband mitt við starfsfólk er almennt mjög gott. Hér er afskaplega hæfur og góður mannauður sem mér þykir vænt um að fá tækifæri til að starfa með,“ segir hann að lokum.
Ríkisendurskoðun Alþingi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Sjá meira