Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 24. október 2025 17:00 Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Bilun hjá Norðuráli Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun