Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2025 16:39 Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland leiða ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir ætlar að vera með börnum sínum og fjölskyldu á kvennafrídeginum á morgun vegna vetrarfrís í skólum. Hún verður þó ekki í fríi en meðal annars er gert ráð fyrir að hún muni taka þátt í leiðtogafundi bandalagsríkja sem styðja Úkraínu eftir hádegi. Inga Sæland ætlar ekki að leggja niður störf en hyggst reyna að líta við á Arnarhóli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í fríi og mun ekki hafa færi á að taka þátt í samstöðufundi en verður með í anda. Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október. Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Fréttastofa spurðist fyrir um hvernig kvenleiðtogar í ríkisstjórn Íslands ætli að verja deginum á morgun og hvort þær hyggist leggja niður störf í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfalls. Þorgerður í fríi en ekki Kristrún og Inga Samkvæmt svari um fyrirætlanir forsætisráðherra á morgun ætlar Kristrún Frostadóttir að verja deginum með fjölskyldunni vegna vetrarfrís í skólum en hún verði þó ekki í fríi. Fyrir liggur að leiðtogar í hinu svokallaða Bandalagi hinna viljugu (e. Coelition of the Willing) munu funda í Lundúnum á morgun ásamt Selenskí Úkraínuforseta, og stefnt að því að Kristrún taki þátt á fjarfundi eftir hádegi samkvæmt svari ráðuneytisins. Þá verði starfsfólki ráðuneyta veitt svigrúm til að taka þátt í viðburðum tengdum kvennafrídeginum á morgun. Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands hafa ólík plön á morgun.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari frá aðstoðarmanni Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun hún halda áfram að sinna sínum skyldustörfum á morgun en mun reyna að haga dagskrá sinni þannig að hún muni geta litið við á Arnarhóli þar sem fram fer dagskrá í tilefni dagsins. Þá er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í fríi „en á því miður ekki heimangengt“ til að taka þátt í samstöðufundi á Arnarhóli. „Hún verður þó með í baráttuanda og hugsar hlýlega til allra þeirra kvenna sem hafa rutt brautina,“ að því er segir í svari um fyrirætlanir utanríkisráðherra á morgun. Viðreisnarkonur halda boð í bænum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, mun taka þátt í skipulagðri dagskrá á morgun í tilefni dagsins. Þar á meðal tekur hún þátt í pallborði á vegum ASÍ í Hörpu um erlendar konur á vinnumarkaði og virðismat starfa. Þá hyggst hún taka þátt í útifundi á Arnarhóli og að honum loknum verður hún með viðburð ásamt Hönnu Katrínu Friðrikssen atvinnuvegaráðherra í Gamla bíó frá klukkan fjögur til sex. Hressir ráðherrar Viðreisnar. Helmingur þeirra, Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður, verða með boð í Gamla bíói síðdegis á morgun í tilefni dagsins.Vísir/Anton Brink Vísir hefur ekki upplýsingar um hvernig Alma Möller heilbrigðisráðherra hyggst verja deginum. Loks má geta þess að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, greindi frá því í dag að sjálf ætli hún að leggja niður störf. Engir fundir voru á dagskrá Alþingis á morgun, hvorki þingfundur né nefndafundir, samkvæmt fyrirliggjandi starfsáætlun Alþingis. Hins vegar hittist atvinnuveganefnd klukkan níu í dag þar sem ræða á stöðvun stórs hluta framleiðslu Norðuráls. Þess má jafnframt geta að á laugardaginn verður opið hús í Alþingishúsinu þar sem boðið verður upp á leiðsögn fyrir gesti og gangandi í tilefni af Kvennaári 2025. Leiðrétt klukkan 17:40 Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að opið hús yrði í Alþingishúsinu á kvennafrídaginn á morgun, hið rétta er að þinghúsið verður opið gestum á laugardaginn, 25. október.
Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira