„Ákveðið sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2025 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík. Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira