Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2025 09:59 Vladímír Kramnik, sem var besti skákmaður heims á fyrsta áratug aldarinnar, hefur verið sakaður um að skjóta fyrst og spyrja svo með ásökunum um að nafngreindir menn svindli í netskák. Hann hefur aldrei lagt fram sannanir fyrir áskökunum sínum. Vísir/EPA Alþjóðaskáksambandið (FIDE) rannsakar nú yfirlýsingar rússneska stórmeistarans Vladímírs Kramnik um meint svindl Daniels „Danya“ Naroditsky, bandarísks stórmeistara sem lést í vikunni. Vinir Naroditsky úr skákheiminum gagnrýna harðlega glæfralegar ásakanir Kramnik. Naroditsky var aðeins 29 ára gamall þegar hann lést. Hann þótti undrabarn í skákheiminum og varð stórmeistari aðeins átján ára gamall. Þegar kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína var Naroditsky einn af frumkvöðlum í netskák og vann sér inn hundruð þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlum. Samhliða uppgangi netskákar hefur svindl einnig færst í aukana þar sem óheiðarlegir leikmenn nota tölvuforrit til þess að hjálpa sér að finna réttu leikina. Kramnik hafði undanfarið ár fyrir andlát Naroditsky sakað hann um að nota slíkt forrit í netskák, án nokkurra sannana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Naroditsky neitaði sök en viðurkenndi að ásakanir Kramnik hefðu bitnað á geðheilsu hans. „Allt frá Kramnik dótinu finnst mér eins og þegar það byrjar að birta til hjá mér geri fólk ráð fyrir að mér gangi allt það versta til. Vandamálið er bara viðvarandi áhrifin af þessu,“ sagði Naroditsky í síðasta skiptið sem hann streymdi á samfélagsmiðlinum Twitch um síðustu helgi. Ekki hefur verið greint frá banameini Naroditsky enn sem komið er. Telur Kramnik ábyrgan fyrir dauða vinar síns Vinir Naroditsky hafa deilt hart á Kramnik í vikunni. Hikaru Nakamura, næstefsti maður á heimslista í skák, lék fúkyrði fljúga um Rússann á samfélagsmiðlarás sinni. Magnus Carlsen sakaði Kramnik um „hroðalega framkomu“. Þá sakaði Nihal Sarin, indverskur stórmeistari sem var síðasti andstæðingur Naroditsky í netskák, Kramnik um að verða valdur að dauðsfalli með stanslausum ásökunum sem hefðu þjakað vin hans fyrir andlátið. Naroditsky þótti einstaklega góður í að kenna og útskýra skák. Hann átti stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hér sést hann við netskák sem öðlaðist miklar vinsældir í kórónuveirufaraldrinum þegar samkomutakmarkanir voru í gildi.AP/Kelly Centrelli/Charlotte Chess Center FIDE hefur nú ákveðið að rannsaka opinberar yfirlýsingar Kramnik en hann hefur ítrekað sakað nafngreinda skákmenn um svindl undanfarin ár. Emil Sutovskí, framkvæmdastjóri FIDE, sagði hegðun Kramnik óásættanlega. Sutovksí liggur hins vegar sjálfur undir ámæli fyrir opinber ummæli sín eftir andlát Naroditsky. Í samfélagsmiðlafærslu sakaði hann vini bandaríska stórmeistarans um að hafa vanrækt hann. „Hvar voruð þið öll þegar Danya var lifandi og leið illa?“ skrifaði Sutovksí um viðbrögð fólks við andlátinu og hlaut bágt fyrir. Kramnik lét andlát Naroditsky ekki stöðva sig í að halda áfram að bera út órökstudd fullyrðingar. Velti hann vöngum um hvort að „fjárhagslegir hagsmunir“ hefðu átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins sem hann sagði harmleik sem lögregla ætti að rannsaka. Hótaði hann jafnframt að lögsækja þá sem kenndu honum um andlátið. Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Geðheilbrigði Rússland Bandaríkin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Naroditsky var aðeins 29 ára gamall þegar hann lést. Hann þótti undrabarn í skákheiminum og varð stórmeistari aðeins átján ára gamall. Þegar kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína var Naroditsky einn af frumkvöðlum í netskák og vann sér inn hundruð þúsund fylgjenda á samfélagsmiðlum. Samhliða uppgangi netskákar hefur svindl einnig færst í aukana þar sem óheiðarlegir leikmenn nota tölvuforrit til þess að hjálpa sér að finna réttu leikina. Kramnik hafði undanfarið ár fyrir andlát Naroditsky sakað hann um að nota slíkt forrit í netskák, án nokkurra sannana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Naroditsky neitaði sök en viðurkenndi að ásakanir Kramnik hefðu bitnað á geðheilsu hans. „Allt frá Kramnik dótinu finnst mér eins og þegar það byrjar að birta til hjá mér geri fólk ráð fyrir að mér gangi allt það versta til. Vandamálið er bara viðvarandi áhrifin af þessu,“ sagði Naroditsky í síðasta skiptið sem hann streymdi á samfélagsmiðlinum Twitch um síðustu helgi. Ekki hefur verið greint frá banameini Naroditsky enn sem komið er. Telur Kramnik ábyrgan fyrir dauða vinar síns Vinir Naroditsky hafa deilt hart á Kramnik í vikunni. Hikaru Nakamura, næstefsti maður á heimslista í skák, lék fúkyrði fljúga um Rússann á samfélagsmiðlarás sinni. Magnus Carlsen sakaði Kramnik um „hroðalega framkomu“. Þá sakaði Nihal Sarin, indverskur stórmeistari sem var síðasti andstæðingur Naroditsky í netskák, Kramnik um að verða valdur að dauðsfalli með stanslausum ásökunum sem hefðu þjakað vin hans fyrir andlátið. Naroditsky þótti einstaklega góður í að kenna og útskýra skák. Hann átti stóran hóp fylgjenda á samfélagsmiðlum. Hér sést hann við netskák sem öðlaðist miklar vinsældir í kórónuveirufaraldrinum þegar samkomutakmarkanir voru í gildi.AP/Kelly Centrelli/Charlotte Chess Center FIDE hefur nú ákveðið að rannsaka opinberar yfirlýsingar Kramnik en hann hefur ítrekað sakað nafngreinda skákmenn um svindl undanfarin ár. Emil Sutovskí, framkvæmdastjóri FIDE, sagði hegðun Kramnik óásættanlega. Sutovksí liggur hins vegar sjálfur undir ámæli fyrir opinber ummæli sín eftir andlát Naroditsky. Í samfélagsmiðlafærslu sakaði hann vini bandaríska stórmeistarans um að hafa vanrækt hann. „Hvar voruð þið öll þegar Danya var lifandi og leið illa?“ skrifaði Sutovksí um viðbrögð fólks við andlátinu og hlaut bágt fyrir. Kramnik lét andlát Naroditsky ekki stöðva sig í að halda áfram að bera út órökstudd fullyrðingar. Velti hann vöngum um hvort að „fjárhagslegir hagsmunir“ hefðu átt þátt í dauða Bandaríkjamannsins sem hann sagði harmleik sem lögregla ætti að rannsaka. Hótaði hann jafnframt að lögsækja þá sem kenndu honum um andlátið.
Skák Ásakanir um svindl í skákheiminum Geðheilbrigði Rússland Bandaríkin Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira