Innlent

Sam­þykktu leiðtogaprófkjör hjá Við­reisn í Reykja­vík

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar ekki aftur fram fyrir Viðreisn í borginni. 
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir ætlar ekki aftur fram fyrir Viðreisn í borginni.  Vísir/Vilhelm

Félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta á fundi sínum í kvöld að fara í leiðtogaprófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningar næsta vor. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt að hún ætli sér ekki fram aftur.

Í tilkynningu frá Viðreisn í Reykjavík segir að Natan Kolbeinsson, formaður Viðreisnar í Reykjavík, sé spenntur að fara þessa leið.

Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, gekk nýverið til liðs við flokkinn og hefur verið orðið við oddvitasætið. Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissaksóknari og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sagði í síðasta mánuði að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til oddvita.

Nafn Róberts Ragnarssonar, ráðgjafa og fyrrverandi bæjarstjóra í Grindavík hefur einnig borið á góma í umræðu um oddvita Viðreisnar. Róbert var meðal þeirra sem komu að stofnun flokksins á sínum tíma en hann mun leiða hringborðsumræður, einmitt um sveitarstjórnarmál og komandi kosningar, á landsþingi Viðreisnar á Grand hótel um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×