Fótbolti

Viktor Daði sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Bjarki Daðason í leiknum sögulega í kvöld.
Viktor Bjarki Daðason í leiknum sögulega í kvöld. EPA/Liselotte Sabroe

Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur öll lið Evrópu.

Viktor kom inn á sem varamaður og skoraði í 2-4 tapi FCK á móti Borussia Dortmund.

Var sterkur í teignum og skallaði boltann í markið.

Viktor er fæddur 30. júní 2008 og var því aðeins sautján ára og 113 daga gamall í dag þegar hann opnaði markareikning sinn í Meistaradeildinni.

Það eru aðeins tveir Barcelona leikmenn sem hafa skorað yngri í Meistaradeildinni eða þeir Ansu Fati (17 ára 40 dagar) og Lamine Yamal (17 ára 68 dagar).

Viktor Daði komst upp fyrir George Ilenikhena sem skoraði fyrir Antwerp á móti Barcelona 2023.

Hér fyrir neðan má sjá topp tíu listann yfir yngstu markaskoraranna í sögu Meistaradeildarinnar.

UEFA.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×