Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Árni Sæberg skrifar 21. október 2025 14:59 Shamsudin bræðurnir ásamt verjanda í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar fyrirtaka var í máli þeirra í ágúst. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis. Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara segir að mennirnir þrír hafi allir verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 2.943,38 grömm af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Þá hafi þeim verið gefin að sök nánar tilgreind brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, vopnalögum og umferðarlögum. Með héraðsdómi hafi þeir verið sakfelldir samkvæmt ákæru að því frátöldu að Elías og Jónas voru sýknaðir af því að hafa haft MDMA-töflurnar í vörslum sínum. Refsing þeirra hafi verið ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði en refsing Samúels Jóa fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Áfrýjaði og Landsréttur mildaði Ríkissaksóknari hafi þá áfrýjað málinu til Landsréttar og krafist þess að refsing mannanna yrði þyngd. Með dómi Landsréttar hafi niðurstaða héraðsdóms verið staðfest um refsingu Elíasar og Jónasar Refsing Samúels Jóa hafi aftur á móti verið ákveðin fangelsi í þrjú ár. Hálfu ári skemur en héraðsdómur hafði dæmt. Vill fimm til sjö ár Í beiðni sinni hafi Ríkissaksóknari byggt á því að hún lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu og mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar tvíburanna og Samúels Jóa. Refsing þeirra hafi ekki verið í samræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum málum hvort sem litið sé til tegundar eða magns efna. Ríkissaksóknari telji að refsing í málinu ætti að vera á bilinu fimm til sjö ára fangelsi Niðurstaða Hæstaréttar sé að að virtum gögnum málsins verði talið að úrlausn um refsingu kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt. Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðni Ríkissaksóknara segir að mennirnir þrír hafi allir verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 2.943,38 grömm af MDMA-kristöllum og 1.781 MDMA-töflu. Þá hafi þeim verið gefin að sök nánar tilgreind brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, vopnalögum og umferðarlögum. Með héraðsdómi hafi þeir verið sakfelldir samkvæmt ákæru að því frátöldu að Elías og Jónas voru sýknaðir af því að hafa haft MDMA-töflurnar í vörslum sínum. Refsing þeirra hafi verið ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði en refsing Samúels Jóa fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Áfrýjaði og Landsréttur mildaði Ríkissaksóknari hafi þá áfrýjað málinu til Landsréttar og krafist þess að refsing mannanna yrði þyngd. Með dómi Landsréttar hafi niðurstaða héraðsdóms verið staðfest um refsingu Elíasar og Jónasar Refsing Samúels Jóa hafi aftur á móti verið ákveðin fangelsi í þrjú ár. Hálfu ári skemur en héraðsdómur hafði dæmt. Vill fimm til sjö ár Í beiðni sinni hafi Ríkissaksóknari byggt á því að hún lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu og mikilvægt sé að fá úrlausn Hæstaréttar um ákvörðun refsingar tvíburanna og Samúels Jóa. Refsing þeirra hafi ekki verið í samræmi við dómaframkvæmd í sambærilegum málum hvort sem litið sé til tegundar eða magns efna. Ríkissaksóknari telji að refsing í málinu ætti að vera á bilinu fimm til sjö ára fangelsi Niðurstaða Hæstaréttar sé að að virtum gögnum málsins verði talið að úrlausn um refsingu kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Beiðni um áfrýjunarleyfi sé því samþykkt.
Mál Shamsudin-bræðra Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira