„Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 21:47 Jökull I. Elísabetarson tók það á sig að undirbúningur fyrir leik hafi ekki verið nægilega góður. Paweł/Vísir Fram og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem Stjarnan hefði með sigri getað tryggt sér þriðja sæti deildarinnar og Evrópusæti þar af leiðandi. Úrslitaleikur um þriðja sætið er raunin gegn Breiðablik í lokaumferð Bestu deildar karla. „Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“ Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira
„Við hefðum mátt setja stífari atlögu að markinu þeirra. Við gerðum það undir lokin og fram að uppbótatíma. Mér fannst markið vera að koma en það var ekki nóg,“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunar, eftir jafntefli við Fram í kvöld. Fram kom boltanum tvisvar í netið í fyrri hálfleik, mörk sem fengu þó ekki að standa. Stjörnumenn virtust ekki mæta alveg klárir til leiks í leik sem þessum, þar sem margar milljónir og Evrópusæti er í húfi. „Ég held að undirbúningurinn hafi bara ekki verið nógu góður, ég tek það á mig. Menn voru að reyna að gera rétta hluti en það var ekki að ganga. Það vantaði að finna lausnir en mér fannst það skána í seinni hálfleik.“ Stjarnan tekur á móti Breiðablik í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið í lokaumferð Bestu deildarinnar. Stjarnan má gera jafntefli og mega einnig tapa með einu marki. „Ég vona að menn finni hugrekki til þess að sækja til sigurs. Það er vinna okkar allra að festa það hugarfar í gegnum vikuna. Það er alltaf hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki. Við förum í þann leik til þess að vinna. Vonandi fáum við fullt af stuðningsfólki til þess að sigla þessu heim með okkur.“ Halldór Árnason var rekinn frá Breiðablik í dag eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Jökull var spurður hvort það yrði skrítið að geta ekki rifist við Halldór á hliðarlínunni í næsta leik. „Það verður leiðinlegt, það er alltaf gaman að rífast og hreyta einhverju yfir til hans. Það verður mikil eftirsjá eftir honum, hann hefur unnið frábært starf á innan við tveimur tímabilum. Ég veit að hann gengur stoltur frá borði og verður eflaust ekki lengi að finna aðra vinnu.“
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Sjá meira