Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. október 2025 18:49 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16