Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. október 2025 18:49 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16