Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2025 15:07 Landsréttur gaf lítið fyrir að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Fórnarlamb árásarinnar sem átti sér stað í júlí árið 2022 hlaut lífshættulega áverka á holhandarslagæð og opið sár á framvegg brjóstkassa eftir að Sindri stakk hann ofarlega í brjóstkassa með hnífi, að því er kemur fram í dómnum yfir honum. Hann hafi verið búinn að missa fimmtung af blóði sínu þegar hann kom á bráðamóttöku Landspítala. Þar hafi verið gerð lífsnauðsynleg aðgerð á honum. Sindra og fórnarlambinu greindi á um aðdraganda árásarinnar. Þeir voru þó sammála um að þeir hefðu hist á Laugavegi árla morgun og farið þaðan saman á heimili brotaþola þar sem Sindri hefði verið síma- og lyklalaus. Mikið bar á milli þeirra um það sem gerðist þegar þangað var komið. Sagðist hafa vaknað með getnaðarlim í munninum Framburður Sindra, sem neitaði sök í málinu, var sá að hann hefði lognast út af í sófa í stofu, líklegast vegna þess að brotaþoli hefði byrlað honum ólyfjan. Þegar hann hefði rankað við sér hefði brotaþoli verið búinn að stinga getnaðarlim sínum í munn hans og viðhaft samræðishreyfingar. Að svo búnu hefði Sindri haldið fram í eldhús en brotaþoli elt hann þangað. Þegar brotaþoli hefði gripið í hann hefði Sindri slegið hann hnefahöggi í andlitið í geðshræringu. Þegar brotaþoli hefði á ný gripið í hann hefði hann gripið hníf úr hnífastandi og slegið til hans. Þannig hefði verið um neyðarvörn að ræða. Sá sem fyrir árásinni varð bar á móti að þeir Sindri hefðu rætt saman í stofu íbúðarinnar og „eitthvað verið að kyssast“. Hvorugur þeirra hefði haft áhuga á neinu frekar. Brotaþoli hefði síðan ítrekað beðið Sindra um að fara. Því hefði Sindri ekki sinnt heldur fengið sér óboðinn sterkt áfengi úr ísskáp brotaþola. Enn sagðist brotaþoli hafa reynt að fá Sindra til að fara en sá svaraði hvort að brotaþoli væri að reka hann út. Hann hafi þá kýlt brotaþola í andlitið og í framhaldinu gripið hnífinn í eldhúsinu og stungið hann. Ásakanir Sindra um kynferðisbrot væru rangar og úr lausu lofti gripnar. Neitaði fyrst en breytti svo framburði sínum Eftir að Sindri var handtekinn fimm dögum eftir árásina neitaði hann því framan af að hafa farið heim með brotaþola þessa nótt. Þegar honum var tjáð að lögregla væri með lífsýni og fingraför af vettvangi sem ætti að senda til rannsóknar óskaði Sindri eftir að breyta framburði sínum. Gekkst hann þá við að hafa farið fram með manninum og sagði söguna um að brotið hefði verið á honum kynferðislega. Þetta var á meðal þess sem talið var rýra trúverðugleika framburðar Sindra. Framburður brotaþola var aftur á móti talinn trúverðugur. Landsréttur staðfesti því fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sindra frá því í maí í fyrra. Sindri þarf einnig að greiða brotaþola rúmar 2,1 milljón króna auk vaxta í skaðabætur og 1,3 milljónir króna í málskostnað brotaþola í héraði. Þá þarf hann að greiða allan sakarkostnað í héraði og áfrýjunarkostnað fyrir Landsrétti.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira