Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Árni Sæberg skrifar 17. október 2025 12:06 Oddný gaf meðal annars út ljóðabókina Strengjaspil árroðans árið 2016. Myndin er tekin við það tilefni. Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju. Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Oddný fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1940, dóttir hjónanna Sverris Einarssonar og Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Þau skildu. Ragnheiður giftist Richard Lee listamanni og bjuggu þau í Colchester á Englandi, þar sem Ragnheiður rak fornmunaverslun. Oddný ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Björgvini Þorsteinssyni kaupmanni og Oddnýju Jóhönnu Sveinsdóttur að Ási á Fáskrúðsfirði. Fyrri eiginmaður Oddnýjar er Kjartan O. Þorbergsson tannlæknir og eru börn þeirra Þorbergur, Þórdís, Björg, Ragna Vala og Auður Elva. Síðari eiginmaður Oddnýjar var Heimir Hannesson lögfræðingur. Þau skildu. Oddný átti sjö bræður. Sonur Ragnheiðar og Richard Henry Gaines var Björgvin Kristbjörn Björgvinsson. Synir Richards Lees og Ragnheiður eru Richard Þór, Roland Baldur, Robert Óskar og Raymond Ásgeir. Synir Sverris eru Einar og Jóhannes. Björgvin Kristbjörn, Richard Þór, Einar og Jóhannes eru fallnir frá. Oddný varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands og B.A.-próf í ensku og íslensku frá Háskóla Íslands. Að loknu námi starfaði Oddný um skeið við kennslu. Síðar varð hún fyrsti framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda. Ferðaðist hún vítt og breitt um landið og var frumkvöðull í að kynna fyrir almenningi og ferðamönnum fjölbreytta kosti í gistingu til sveita. Þá hóf hún störf við blaðamennsku og var um tíma blaðamaður á Morgunblaðinu þar sem hún sérhæfði sig í að skrifa um ferðamál. Hún var einnig fyrsti ritstjóri tímaritsins Listin að lifa, sem gefið var út af Félagi eldri borgara í Reykjavík og Landsamtökum eldri borgara. Fjallaði hún þar um málefni eldri borgara víðs vegar um land, reynslu þeirra og áhugamál. Oddný hafði ástríðu fyrir því að ferðast um heiminn og mikinn áhuga á fjölbreyttum trúabrögðum, heimspeki og menningu. Hún miðlaði reynslu sinni af þessum heimsreisum í útvarpsþáttum, blaðagreinum og bókum, þar á meðal ‚Safaríparadísin Kenýa: Íslendingar á veiðislóð Savannagresju Austur-Afríku‘ sem út kom árið 1997. Eftir Oddnýju liggur einnig fjöldi ljóðabóka auk leikrita og smásagna og var hún félagi í Rithöfundasambandi Íslands. Eitt af yrkisefnum hennar voru æskuslóðirnar á Fáskrúðsfirði. Oddný við skiltið á Fáskrúðsfirði. Í miðju bæjarins stendur nú skilti með einu af þekktustu ljóðum Oddnýjar, um bæjarfjallið Digratind, sem lýkur á orðunum: „Stígur fram höfðingi sveitar / skyggnir sviðið / með huliðsmætti / svo rumska reginöfl / Fjarðarvætturinn tignarhár / fangar storminn / faðmar fjörðinn / hlífiskjöldurinn sterki, stóri.“ Útför Oddnýjar verður þann 7. nóvember nk. frá Háteigskirkju.
Andlát Menning Fjölmiðlar Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira