Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar 16. október 2025 17:46 „Ísrael getur ekki barist við allan heiminn, Bibi[1]“ sagðist Trump hafa sagt við Netanyahu til að sannfæra hann um að skrifa undir vopnahléssamkomulag við Hamas. Þegar Trump sagði hróðugur frá sannfæringarkrafti sínum í fjölmiðlum á dögunum, viðurkenndi hann þar með að vopnahléð hefði ekki komið til vegna þess að honum eða Netanyahu hefði nú þótt nóg komið af morðum á saklausum borgurum, aflimunum á börnum eða eyðileggingu spítala og menntastofnana. Nei, það kom til vegna þess að Trump og Netanyahu vissu að Ísrael væri að tapa stríðinu á vettvangi almenningsálits: Síðustu vikur höfðu mótmæli almennings gegn þjóðarmorði Ísraels orðið öflugri en nokkru sinni um allan heim. Allsherjarverkföll fyrir Palestínu sem meira en tvær milljónir manns tóku þátt í skóku atvinnulíf á Ítalíu. Skipaflotar Frelsisflotans og alþjóðlega Sumud-flotans vöktu heimsathygli á ólöglegri herkví og manngerðri hungursneyð Ísraels á Gaza. Fyrirhugað var að ræða og greiða atkvæði um þátttöku Ísraels í Eurovision og alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar sem sniðganga og öflug mótmæli voru farin að hafa áhrif á hvern einasta vettvang sem Ísrael kemur nálægt. Meira að segja Evrópusambandið hafði lýst því yfir að það ætlaði að afnema tollafríðindi fyrir útflutning Ísraels til Evrópusambandslanda. En þá kom „friðaráætlunin“ mikla. Þolendur þjóðarmorðsins áttu nú að semja við gerendurna um að hætta að sprengja sig í loft upp. Gerendurnir skrifuðu undir að hætta að svelta þolendur til dauða, samkomulag sem þeir hafa nú þegar brotið. Nú krefjast þeir þess að Hamas finni lík þeirra gísla sem, rétt eins og hundruð þúsunda annarra Palestínumanna, liggja undir ómældu magni húsarústa — lík sem munu taka mörg ár að grafa fram. Annars sé þeim að mæta. Þingmenn hér á landi keppast nú um að lepja upp eftir Trump hvað þessi magnaða “friðaráætlun” sé mikill sigur. Leiða má líkum að því að þeir myndu hampa ofbeldismanni fyrir að taka sér vatnspásu frá því að berja eiginkonu sína til óbóta. Þessi áætlun felur hins vegar ekki í sér að neinn ísraelskra ráðamanna sé dreginn til ábyrgðar fyrir stanslausa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni sem allur heimurinn hefur horft uppá í meira en tvö ár. Hún felur ekki í sér sjálfstæði fyrir palestínsku þjóðina heldur einungis áframhaldandi nýlendustefnu í Palestínu. Hún felur í raun ekkert í sér nema tilraun til að sefa réttláta reiði almennings vegna þjóðarmorðsins, áður en hún verður of óþægileg fyrir valdafólk. Staðreyndin er að Trump hefur getað stöðvað þjóðarmorðið allt frá því hann tók við völdum í Hvíta Húsinu. Stuðningur Bandaríkjanna hefur verið grunnforsenda þess að ísraelsk yfirvöld hafi getað haldið sprengjuregninu gangandi svo lengi sem raun ber vitni. Eins og Trump gantaðist með á viðbjóðslegri samkundu á ísraelska þinginu á dögunum[2], þá gaf hann Netanyahu öll þau vopn sem hann vildi fá til að halda árásum á skóla, spítala, tjöld og mannúðarstofnanir Palestínumanna áfram. Bandaríkin hafa því ekki aðeins gerst meðsek í þjóðarmorðinu - þau eru beinir þátttakendur. Og þá að íslenskri ríkisstjórn: Forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, talaði síðast í gær um téðan Trump sem fýsilegan gest hingað til lands sem fengi hér höfðinglegar móttökur - það kemur kannski ekki á óvart þar sem Valkyrjustjórnin hefur heldur ekki haft neinn áhuga á því að koma í veg fyrir að morðingjar í Ísraelsher komi hingað til að slaka á eftir að hafa tekið þátt í árásum á Gaza. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra sögðu á dögunum alþjóðasamfélagið hafa brugðist, en virtust grunlausar um hver ástæðan fyrir því gæti nú mögulega verið. Ástæðan er auðvitað aðgerðaleysi þeirra sjálfra og þeirra líka, fólks í valdastöðum sem er svo skíthrætt við að hætta að þóknast fasistanum í Hvíta Húsinu að það er til í að bregðast palestínskum börnum sem hafa grátbeðið þær um að fá að lifa á hverjum einasta degi í tvö ár (þau hafa misst úr tvo vetur í skóla). Ekki aðeins hafa þær brugðist Palestínumönnum, heldur erum við öll óöruggari fyrir vikið, sama hvað þær ausa miklum peningum í hergögn fyrir bandaríska herinn. Við erum óöruggari akkúrat vegna þessara bandamanna okkar sem þær brosa við. En þrátt fyrir það mun Ísrael aldrei komast upp með að hafa framið þjóðarmorð fyrir allra augum. Ísrael verður sakfellt fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Það er öllum ljóst, rétt eins og það var öllum ljóst að hernámið yrði úrskurðað ólöglegt fyrir sama dómstól, eins og raunin varð í júlí 2024. Þegar það gerist, ætlar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra virkilega að fara í sögubækurnar sem manneskjan sem talaði um Ísrael sem “vinaþjóð á villigötum” í stað þess að banna innflutning á ísraelskum vörum, tala fyrir að Ísrael yrði einangrað á alþjóðasviðinu og banna morðhundunum í ísraelska hernum að slaka á á íslandi eftir drápsvertíð? Ísrael er búið að tapa almenningsáliti alls heimsins, svo það er engin hætta á því að nú linni andstöðu við þjóðarmorðið, hernámið og stríðsglæpina. Við munum ekki hætta að sniðganga. Við munum ekki hætta að mótmæla. Við munum aldrei samþykkja að hampa nú þeim sem hefðu getað stöðvað þjóðarmorðið í tvö ár fyrir að gera með sér sýndarmennskusamning sem tryggir engan frið og ekkert réttlæti. Og Ísrael getur ekki barist við allan heiminn. Höfundur er sviðslistakona. [1] https://www.instagram.com/reel/DPlDN7ljIuJ/ [2] https://www.youtube.com/shorts/GunwkptDpWY Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Ísrael getur ekki barist við allan heiminn, Bibi[1]“ sagðist Trump hafa sagt við Netanyahu til að sannfæra hann um að skrifa undir vopnahléssamkomulag við Hamas. Þegar Trump sagði hróðugur frá sannfæringarkrafti sínum í fjölmiðlum á dögunum, viðurkenndi hann þar með að vopnahléð hefði ekki komið til vegna þess að honum eða Netanyahu hefði nú þótt nóg komið af morðum á saklausum borgurum, aflimunum á börnum eða eyðileggingu spítala og menntastofnana. Nei, það kom til vegna þess að Trump og Netanyahu vissu að Ísrael væri að tapa stríðinu á vettvangi almenningsálits: Síðustu vikur höfðu mótmæli almennings gegn þjóðarmorði Ísraels orðið öflugri en nokkru sinni um allan heim. Allsherjarverkföll fyrir Palestínu sem meira en tvær milljónir manns tóku þátt í skóku atvinnulíf á Ítalíu. Skipaflotar Frelsisflotans og alþjóðlega Sumud-flotans vöktu heimsathygli á ólöglegri herkví og manngerðri hungursneyð Ísraels á Gaza. Fyrirhugað var að ræða og greiða atkvæði um þátttöku Ísraels í Eurovision og alþjóðlegum íþróttakeppnum, þar sem sniðganga og öflug mótmæli voru farin að hafa áhrif á hvern einasta vettvang sem Ísrael kemur nálægt. Meira að segja Evrópusambandið hafði lýst því yfir að það ætlaði að afnema tollafríðindi fyrir útflutning Ísraels til Evrópusambandslanda. En þá kom „friðaráætlunin“ mikla. Þolendur þjóðarmorðsins áttu nú að semja við gerendurna um að hætta að sprengja sig í loft upp. Gerendurnir skrifuðu undir að hætta að svelta þolendur til dauða, samkomulag sem þeir hafa nú þegar brotið. Nú krefjast þeir þess að Hamas finni lík þeirra gísla sem, rétt eins og hundruð þúsunda annarra Palestínumanna, liggja undir ómældu magni húsarústa — lík sem munu taka mörg ár að grafa fram. Annars sé þeim að mæta. Þingmenn hér á landi keppast nú um að lepja upp eftir Trump hvað þessi magnaða “friðaráætlun” sé mikill sigur. Leiða má líkum að því að þeir myndu hampa ofbeldismanni fyrir að taka sér vatnspásu frá því að berja eiginkonu sína til óbóta. Þessi áætlun felur hins vegar ekki í sér að neinn ísraelskra ráðamanna sé dreginn til ábyrgðar fyrir stanslausa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni sem allur heimurinn hefur horft uppá í meira en tvö ár. Hún felur ekki í sér sjálfstæði fyrir palestínsku þjóðina heldur einungis áframhaldandi nýlendustefnu í Palestínu. Hún felur í raun ekkert í sér nema tilraun til að sefa réttláta reiði almennings vegna þjóðarmorðsins, áður en hún verður of óþægileg fyrir valdafólk. Staðreyndin er að Trump hefur getað stöðvað þjóðarmorðið allt frá því hann tók við völdum í Hvíta Húsinu. Stuðningur Bandaríkjanna hefur verið grunnforsenda þess að ísraelsk yfirvöld hafi getað haldið sprengjuregninu gangandi svo lengi sem raun ber vitni. Eins og Trump gantaðist með á viðbjóðslegri samkundu á ísraelska þinginu á dögunum[2], þá gaf hann Netanyahu öll þau vopn sem hann vildi fá til að halda árásum á skóla, spítala, tjöld og mannúðarstofnanir Palestínumanna áfram. Bandaríkin hafa því ekki aðeins gerst meðsek í þjóðarmorðinu - þau eru beinir þátttakendur. Og þá að íslenskri ríkisstjórn: Forsætisráðherra Íslands, Kristrún Frostadóttir, talaði síðast í gær um téðan Trump sem fýsilegan gest hingað til lands sem fengi hér höfðinglegar móttökur - það kemur kannski ekki á óvart þar sem Valkyrjustjórnin hefur heldur ekki haft neinn áhuga á því að koma í veg fyrir að morðingjar í Ísraelsher komi hingað til að slaka á eftir að hafa tekið þátt í árásum á Gaza. Utanríkisráðherra og forsætisráðherra sögðu á dögunum alþjóðasamfélagið hafa brugðist, en virtust grunlausar um hver ástæðan fyrir því gæti nú mögulega verið. Ástæðan er auðvitað aðgerðaleysi þeirra sjálfra og þeirra líka, fólks í valdastöðum sem er svo skíthrætt við að hætta að þóknast fasistanum í Hvíta Húsinu að það er til í að bregðast palestínskum börnum sem hafa grátbeðið þær um að fá að lifa á hverjum einasta degi í tvö ár (þau hafa misst úr tvo vetur í skóla). Ekki aðeins hafa þær brugðist Palestínumönnum, heldur erum við öll óöruggari fyrir vikið, sama hvað þær ausa miklum peningum í hergögn fyrir bandaríska herinn. Við erum óöruggari akkúrat vegna þessara bandamanna okkar sem þær brosa við. En þrátt fyrir það mun Ísrael aldrei komast upp með að hafa framið þjóðarmorð fyrir allra augum. Ísrael verður sakfellt fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Það er öllum ljóst, rétt eins og það var öllum ljóst að hernámið yrði úrskurðað ólöglegt fyrir sama dómstól, eins og raunin varð í júlí 2024. Þegar það gerist, ætlar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra virkilega að fara í sögubækurnar sem manneskjan sem talaði um Ísrael sem “vinaþjóð á villigötum” í stað þess að banna innflutning á ísraelskum vörum, tala fyrir að Ísrael yrði einangrað á alþjóðasviðinu og banna morðhundunum í ísraelska hernum að slaka á á íslandi eftir drápsvertíð? Ísrael er búið að tapa almenningsáliti alls heimsins, svo það er engin hætta á því að nú linni andstöðu við þjóðarmorðið, hernámið og stríðsglæpina. Við munum ekki hætta að sniðganga. Við munum ekki hætta að mótmæla. Við munum aldrei samþykkja að hampa nú þeim sem hefðu getað stöðvað þjóðarmorðið í tvö ár fyrir að gera með sér sýndarmennskusamning sem tryggir engan frið og ekkert réttlæti. Og Ísrael getur ekki barist við allan heiminn. Höfundur er sviðslistakona. [1] https://www.instagram.com/reel/DPlDN7ljIuJ/ [2] https://www.youtube.com/shorts/GunwkptDpWY
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun