Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 11:01 Framarar fengu öflugan stuðning á fyrsta heimaleik sínum í Evrópudeildinni og gerðu vel við gesti sína frá Porto sem eins og sjá má voru þakklátir og skildu eftir skilaboð þess efnis í búningsklefa sínum. Samsett Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. „Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða sem voru tilbúnir til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb. Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira
„Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða sem voru tilbúnir til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb.
Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Sjá meira