Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 18:59 Mannvirki rifið í aðgerð sveitarstjórnar gegn ólöglegri búsetu afganskra flóttamanna í útjaðri Karachi í Pakistan í dag. Ap/Fareed Khan Pakistan og Afganistan tilkynntu um vopnahlé í dag eftir mannskæðustu átök þeirra í mörg ár sem hafa kostað tugi manns lífið beggja vegna landamæranna. Samkomulagið náðist í kjölfar ákalls frá nágrannaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar. Óttuðust þau að átökin gætu ýtt enn frekar undir óstöðugleika á svæði þar sem hópar á borð við al-Kaída og samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki reyna að ná fótfestu á ný. Pakistan sakar Afganistan um að hýsa vopnaða hópa en Talíbanar sem eru við stjórn í landinu vísa þessu á bug. Pakistan glímir við árásir vígamanna sem hefur fjölgað frá árinu 2021 þegar Talíbanar náðu völdum í Afganistan. Fólk gengur um húsarústir eftir niðurrif yfirvalda á mannvirkjum í útjaðri Karachi í Pakistan í dag.Ap/Fareed Khan AP-fréttaveitan greinir frá þessu en utanríkisráðuneyti Pakistans segir vopnahléið eiga að gilda í 48 klukkustundir. Fallist hafi verið á að gera hlé á átökum að beiðni yfirvalda í Afganistan. Skömmu síðar sagði Zabihullah Mujahid, aðaltalsmaður Talíbanastjórnarinnar, að vopnahléið væri tilkomið að „kröfu“ Pakistana. Í færslu hans á samfélagsmiðlum var ekkert minnst á 48 klukkustunda tímaramma. Fyrr í dag tilkynntu stjórnvöld í Pakistan að hermenn þeirra hefðu drepið tugi afganskra öryggissveita og vígamanna í bardögum í nótt. Margt á reiki Hjálparsamtökin Emergency NGO sem reka skurðlækningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sögðust hafa tekið við fimm látnum og fjörutíu særðum eftir sprengingar í höfuðborginni. Dejan Panic, landsstjóri samtakanna í Afganistan, sagði að fórnarlömbin hefðu verið með „sár eftir sprengjubrot, högg og brunasár.“ Í yfirlýsingu sagði hann að tíu væru í lífshættu. Óljóst er hvað olli sprengingunum, að sögn AP en Talíbanar staðfestu að sprenging hafi orðið í olíuflutningaskipi. Þá sögðu tveir pakistanskir fulltrúar að her þeirra hefði ráðist á felustað vígamanna. Maður sem særðist í átökum pakistanskra og afganskra hermanna á landamærasvæðinu fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahús í Chaman, bæ við landamæri Pakistan.AP/H. Achakzai Mujahid, talsmaður Talíbana, hafði áður sagt að yfir hundrað hafi særst í árásum pakistanskra hermanna á Spin Boldak í suðurhluta Kandaharhéraðs og yfir tólf fallið. Afganskir hermenn hafi svarað skothríðinni og drepið nokkra pakistanska hermenn, að sögn Mujahid. Pakistan fullyrðir að það hafi varist „tilefnislausum“ árásum en neitar því að hafa beint árásum að óbreyttum borgurum. Á sama tíma greindu íbúar í pakistanska landamærabænum Chaman frá því að sprengjur hefðu fallið nálægt þorpum. Íbúar nálægt landamærunum væru að yfirgefa svæðið. Átök litað svæðið frá árinu 1979 Átök hafa verið viðvarandi við landamæri Pakistans frá árinu 1979, þegar það var víglínuríki í stríði sem Bandaríkin studdu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 gerði ástandið á svæðinu enn eldfimara. „Eftir árásirnar þann 11. september skapaðist upplausnarástand á ættbálkasvæðum Pakistans þar sem hinir afgönsku Talíbanar, al-Kaída og aðrir hópar báðum megin við landamærin réðust á sveitir Atlandshafsbandalagsins og pakistanskar öryggissveitir,“ sagði Abdullah Khan, varnarmálasérfræðingur og framkvæmdastjóri Pakistan Institute for Conflict and Security Studies, við AP-fréttaveituna. Pakistan Afganistan Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Samkomulagið náðist í kjölfar ákalls frá nágrannaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar. Óttuðust þau að átökin gætu ýtt enn frekar undir óstöðugleika á svæði þar sem hópar á borð við al-Kaída og samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki reyna að ná fótfestu á ný. Pakistan sakar Afganistan um að hýsa vopnaða hópa en Talíbanar sem eru við stjórn í landinu vísa þessu á bug. Pakistan glímir við árásir vígamanna sem hefur fjölgað frá árinu 2021 þegar Talíbanar náðu völdum í Afganistan. Fólk gengur um húsarústir eftir niðurrif yfirvalda á mannvirkjum í útjaðri Karachi í Pakistan í dag.Ap/Fareed Khan AP-fréttaveitan greinir frá þessu en utanríkisráðuneyti Pakistans segir vopnahléið eiga að gilda í 48 klukkustundir. Fallist hafi verið á að gera hlé á átökum að beiðni yfirvalda í Afganistan. Skömmu síðar sagði Zabihullah Mujahid, aðaltalsmaður Talíbanastjórnarinnar, að vopnahléið væri tilkomið að „kröfu“ Pakistana. Í færslu hans á samfélagsmiðlum var ekkert minnst á 48 klukkustunda tímaramma. Fyrr í dag tilkynntu stjórnvöld í Pakistan að hermenn þeirra hefðu drepið tugi afganskra öryggissveita og vígamanna í bardögum í nótt. Margt á reiki Hjálparsamtökin Emergency NGO sem reka skurðlækningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sögðust hafa tekið við fimm látnum og fjörutíu særðum eftir sprengingar í höfuðborginni. Dejan Panic, landsstjóri samtakanna í Afganistan, sagði að fórnarlömbin hefðu verið með „sár eftir sprengjubrot, högg og brunasár.“ Í yfirlýsingu sagði hann að tíu væru í lífshættu. Óljóst er hvað olli sprengingunum, að sögn AP en Talíbanar staðfestu að sprenging hafi orðið í olíuflutningaskipi. Þá sögðu tveir pakistanskir fulltrúar að her þeirra hefði ráðist á felustað vígamanna. Maður sem særðist í átökum pakistanskra og afganskra hermanna á landamærasvæðinu fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahús í Chaman, bæ við landamæri Pakistan.AP/H. Achakzai Mujahid, talsmaður Talíbana, hafði áður sagt að yfir hundrað hafi særst í árásum pakistanskra hermanna á Spin Boldak í suðurhluta Kandaharhéraðs og yfir tólf fallið. Afganskir hermenn hafi svarað skothríðinni og drepið nokkra pakistanska hermenn, að sögn Mujahid. Pakistan fullyrðir að það hafi varist „tilefnislausum“ árásum en neitar því að hafa beint árásum að óbreyttum borgurum. Á sama tíma greindu íbúar í pakistanska landamærabænum Chaman frá því að sprengjur hefðu fallið nálægt þorpum. Íbúar nálægt landamærunum væru að yfirgefa svæðið. Átök litað svæðið frá árinu 1979 Átök hafa verið viðvarandi við landamæri Pakistans frá árinu 1979, þegar það var víglínuríki í stríði sem Bandaríkin studdu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 gerði ástandið á svæðinu enn eldfimara. „Eftir árásirnar þann 11. september skapaðist upplausnarástand á ættbálkasvæðum Pakistans þar sem hinir afgönsku Talíbanar, al-Kaída og aðrir hópar báðum megin við landamærin réðust á sveitir Atlandshafsbandalagsins og pakistanskar öryggissveitir,“ sagði Abdullah Khan, varnarmálasérfræðingur og framkvæmdastjóri Pakistan Institute for Conflict and Security Studies, við AP-fréttaveituna.
Pakistan Afganistan Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira