Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar 16. október 2025 06:31 Það er engum blöðum um það að fletta að Hafnarfjörður stendur sig einstaklega vel þegar kemur að því að hlusta á ungt fólk, skapa tækifæri og stuðla að samvinnu. Á undanförnum misserum hefur bærinn byggt upp öflugt net þar sem ungmenni fá að láta ljós sitt skína, taka þátt, læra og hafa áhrif. Tvö dæmi sem sýna þessa nálgun sérstaklega vel eru annars vegar öfluga félags- og nýsköpunarstarfið sem nú er í gangi við Lækinn og hins vegar félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni. Þar sem ungt fólk finnur sinn stað Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur tekið miklum breytingum og blómstrar nú á nokkrum stöðum í bænum. Gamli Lækjarskóli er orðinn lifandi samkomustaður fyrir ungt fólk með fjölbreytt áhugamál.Þar má m.a. finna: Hreiðrið við Lækinn. Staður fyrir ungmenni til að hittast í notalegu og skapandi umhverfi. Ungmennaráð nýtir aðstöðuna til að funda og fleira. Músík við Lækinn. Það er tónlistar- og upptökurými þar sem hægt er að spila, semja og taka upp. Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Þar eru m.a. stafrænar smiðjur, myndvinnsluaðstaða, listasalur og vinnurými fyrir frumkvöðla og skapandi einstaklinga. Gafló leiklistarskólinn í umsjón Gaflaraleikhússins. Þar er boðið uppá kennslu í leik- og sviðslistum. Á öðrum stöðum: Kletturinn. Félagsstarf fyrir fatlað ungt fólk. Þar er lögð áhersla á jafningjastuðning og sjálfstæði. Kletturinn er staðsettur á Suðurgötu. Bergið. Frí ráðgjöf fyrir 12 – 25 ára þar sem má ræða líðan, álag og sambönd á öruggan og trúnaðarmiðaðan hátt. Bergið er til húsa við Austurgötu. Mótorhúsið. Það er fyrir þau sem hafa áhuga á vélum og tækni og vilja læra í öruggu umhverfi. Mótorhúsið er til húsa í Kvartmíluklúbbnum. Þetta eru ekki bara verkefni, þetta er vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði skapað og lært og fundið sína rödd innan samfélagsins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði er öllum ungmennum ætlaður staður þar sem þau geta verið þau sjálf, óháð kyni, kynhneigð eða bakgrunni. HHH er félagsmiðstöð og samveruvettvangur fyrir hinsegin ungmenni og aðra sem vilja hittast á öruggum og hlýjum stað. Þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem virðing, umburðarlyndi og vinátta ráða för. HHH er hluti af þeirri víðtæku stefnu Hafnarfjarðar að tryggja að öll ungmenni í bænum finni sig velkomin og hafi sinn stað. Þannig sýnir Hafnarfjörður í verki að samfélag styrkist þegar öll fá að tilheyra. Við vinnum þetta saman Það sem sameinar öll þessi verkefni er einfalt, við vinnum þetta saman.Hafnarfjörður trúir á unga fólkið sitt, á kraftinn, hugmyndirnar og hæfileikana sem búa í hverjum og einum.Við viljum skapa samfélag þar sem ungmenni fá ekki bara tækifæri heldur taka virkan þátt, þar sem á þau er hlustað, hugmyndir þeirra teknar alvarlega og þau fá stuðning til að blómstra á eigin forsendum.Hafnarfjörður er bær sem tekur utan um ungt fólk, treystir því og vinnur með því. Þannig byggjum við sterkari framtíð. Höfundur er bæjarstjóri Hafnafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að Hafnarfjörður stendur sig einstaklega vel þegar kemur að því að hlusta á ungt fólk, skapa tækifæri og stuðla að samvinnu. Á undanförnum misserum hefur bærinn byggt upp öflugt net þar sem ungmenni fá að láta ljós sitt skína, taka þátt, læra og hafa áhrif. Tvö dæmi sem sýna þessa nálgun sérstaklega vel eru annars vegar öfluga félags- og nýsköpunarstarfið sem nú er í gangi við Lækinn og hins vegar félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni. Þar sem ungt fólk finnur sinn stað Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur tekið miklum breytingum og blómstrar nú á nokkrum stöðum í bænum. Gamli Lækjarskóli er orðinn lifandi samkomustaður fyrir ungt fólk með fjölbreytt áhugamál.Þar má m.a. finna: Hreiðrið við Lækinn. Staður fyrir ungmenni til að hittast í notalegu og skapandi umhverfi. Ungmennaráð nýtir aðstöðuna til að funda og fleira. Músík við Lækinn. Það er tónlistar- og upptökurými þar sem hægt er að spila, semja og taka upp. Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Þar eru m.a. stafrænar smiðjur, myndvinnsluaðstaða, listasalur og vinnurými fyrir frumkvöðla og skapandi einstaklinga. Gafló leiklistarskólinn í umsjón Gaflaraleikhússins. Þar er boðið uppá kennslu í leik- og sviðslistum. Á öðrum stöðum: Kletturinn. Félagsstarf fyrir fatlað ungt fólk. Þar er lögð áhersla á jafningjastuðning og sjálfstæði. Kletturinn er staðsettur á Suðurgötu. Bergið. Frí ráðgjöf fyrir 12 – 25 ára þar sem má ræða líðan, álag og sambönd á öruggan og trúnaðarmiðaðan hátt. Bergið er til húsa við Austurgötu. Mótorhúsið. Það er fyrir þau sem hafa áhuga á vélum og tækni og vilja læra í öruggu umhverfi. Mótorhúsið er til húsa í Kvartmíluklúbbnum. Þetta eru ekki bara verkefni, þetta er vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði skapað og lært og fundið sína rödd innan samfélagsins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði er öllum ungmennum ætlaður staður þar sem þau geta verið þau sjálf, óháð kyni, kynhneigð eða bakgrunni. HHH er félagsmiðstöð og samveruvettvangur fyrir hinsegin ungmenni og aðra sem vilja hittast á öruggum og hlýjum stað. Þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem virðing, umburðarlyndi og vinátta ráða för. HHH er hluti af þeirri víðtæku stefnu Hafnarfjarðar að tryggja að öll ungmenni í bænum finni sig velkomin og hafi sinn stað. Þannig sýnir Hafnarfjörður í verki að samfélag styrkist þegar öll fá að tilheyra. Við vinnum þetta saman Það sem sameinar öll þessi verkefni er einfalt, við vinnum þetta saman.Hafnarfjörður trúir á unga fólkið sitt, á kraftinn, hugmyndirnar og hæfileikana sem búa í hverjum og einum.Við viljum skapa samfélag þar sem ungmenni fá ekki bara tækifæri heldur taka virkan þátt, þar sem á þau er hlustað, hugmyndir þeirra teknar alvarlega og þau fá stuðning til að blómstra á eigin forsendum.Hafnarfjörður er bær sem tekur utan um ungt fólk, treystir því og vinnur með því. Þannig byggjum við sterkari framtíð. Höfundur er bæjarstjóri Hafnafjarðar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun