Hvetja aðildarríki til að bjóða sparnaðarleiðir með skattalegum hvötum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur beint þeim tilmælum til aðildarríkjanna að innleiða svonefnda sparnaðar- og fjárfestingarreikninga, sem hefur meðal annars verið gert í Svíþjóð með góðum árangri, sem myndu njóta skattalegs hagræðis í því skyni að ýta undir fjárfestingu og hagvöxt í álfunni. Hér á landi er þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði með minna móti og engir skattalegir hvatar til að ýta undir kaup í skráðum félögum.
Tengdar fréttir

Lítil lækkun á innlánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „verulega á óvart“
Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.

Líklegt að hátt raunvaxtastig eigi þátt í að auka enn á sparnað heimila
Vöxtur í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna er sem fyrr meiri en þegar kemur að einkaneyslunni og hefur því ýtt undir uppsafnaðan sparnað meðal heimila. Þar hefur áhrif hátt raunvaxtastig, að mati peningastefnunefndar Seðlabankans.

Aukningin í innlánum eldri kynslóða um áttfalt meiri en fólks á miðjum aldri
Sú mikla aukning sem hefur orðið á undanförnum árum í innlánaeign heimilanna er nánast einvörðungu bundin við eldri kynslóðir en sparnaður þeirra samhliða háu vaxtastigi hefur að jafnaði vaxið margfalt meira en hjá fólki undir fimmtíu ára aldri.

Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum
Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til.