Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar 16. október 2025 10:02 Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir áramamót munu fyrri eigendur íbúðarhúsnæðis í Grindavík fá tækifæri til að kaupa heimili sín til baka samkvæmt endurkaupaáætlun Þórkötlu fasteignafélags. Áætlunin, sem kynnt verður í byrjun árs 2026, hefur vekur von um að hægt verði að endurheimta eðlilegt líf í bænum eftir langvarandi óvissu vegna náttúruhamfara. Þrátt fyrir góðan ásetning stjórnvalda og Þórkötlu, hef ég verulegar áhyggjur um ástand húsnæðis sem boðið verður til endurkaups. Hef verið mjög gagnrýnin á skýrslur og úttektir Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) sem í mörgum tilfellum endurspegla ekki raunverulegt ástand eigna eða kostnað við viðgerðir. Hef þvi til sönnunar ótal skýrslur sem mér voru sendar til skoðunar sem og ástandsmat sem gert var á mínu eigin húsi. Þar vantaði inn í t.d. ástand burðarvirkis sem var brotið og byrjað að halla. Það er því brýnt að ástandsskoðun óháðs fagaðila verði gerð að skilyrði fyrir endurkaup, líkt og tíðkast í hefðbundnum fasteignaviðskiptum. Slík skoðun tryggir að kaupendur fái skýra og faglega mynd af ástandi eignarinnar, þar sem metið er meðal annars ástand burðarvirkis, raflagnir,vatns og frárennslislagnir og rakaskemmdir og einnig hvort eignin uppfylli lengur almennar kröfur mannvirkja og byggingareglugerðar og hollustuhætti. Í ljósi þess að endurkaup eru ekki hefðbundin fasteignaviðskipti heldur hluti af opinberri endurreisnaráætlun, er enn mikilvægara að tryggja gagnsæi og traust. Fólk á ekki að þurfa að kaupa aftur heimili sem getur reynst óíbúðarhæft eða kostað verulegar fjárfestingar í viðgerðum. Ástandsskoðun er ekki bara tæki til að meta eign – hún er trygging fyrir réttlátri meðferð og upplýstri ákvörðun. Það er von greinarhöfundar að stjórnvöld og Þórkatla taki þessi sjónarmið til greina og geri ástandsskoðun að ófrávíkjanlegum hluta endurkaupaferlisins. Grindvíkingar eiga skilið að snúa aftur heim með reisn – ekki með óvissu og óvæntum kostnaði. Höfundur er byggingafræðingur og húsasmíðameistari.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun