Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 11:21 Jón Gunnar fer upp á fjöll á hjólinu. Aðsend Jón Gunnar Benjamínsson segir lífið gjörbreytt og tækifæri hans miklu fleiri til tómstunda og leikja eftir að hann keypti sér rafmagnsfjórhjól sem er sérstaklega hannað fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Jón Gunnar hefur verið í hjólastól frá árinu 2007. Sonur Arnars Baldvinssonar notar sama hjól og segir Arnar félagslíf hans hafa tekið umbreytingum eftir að hann fékk það. Arnar og kona hans hafa kært ákvörðun Sjúkratrygginga um að niðurgreiða ekki kaupin á hjólinu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Jón Gunnar og Arnar voru til viðtals um hjólin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnar sagði frá því að hafa séð myndband af hjólinu á Facebook þar sem því var ekið upp stiga. Það hafi gripið athygli hans og hann kannað málið í kjölfarið. „Ég er frekar hvatvís náungi,“ segir hann og að nokkrum dögum seinna hafi hann þannig verið búinn að hafa samband til Noregs til að heimsækja fyrirtækið Exotec til að prófa tækið. Arnar er sjálfur í hjólastól eftir slys 2007 og segist alltaf vera að reyna að ná einhverju til baka. Jón Gunnar er mikill veiðimaður og er spenntur að prófa rjúpnuveiði í á hjólinu. Aðsend Þegar hann horfði á myndbandið hafi hann fengið von um að þetta tæki gæti gefið honum kost á að ná einhverju til baka sem hann hafði áður í tómstundum og leik. Til dæmis sé hann mikill veiðimaður og hafi á þessu tæki í allt sumar kastað flugu fyrir silungi og laxi. „Þetta er leikbreytir.“ Jón Gunnar segir hjólið yfirleitt vekja mikla athygli en hann notar það einnig dagsdaglega til að til dæmis sækja dóttur sína í skólann. Þá sé hann yfirleitt vinsælasti pabbinn á skólalóðinni. Dóttir hans sé orðin alfróð um hjólið og sé oft með honum þegar hann leyfi fólki að prófa. Hefur breytt öllu félagslega Sonur Arnars Baldvissonar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg, [e. Spina bifida], og er lamaður fyrir neðan hné. „Þetta hefur bara breytt öllu fyrir hann, bæði félagslega,“ segir Arnar. Þau búi í Grafarholti og sonur hans og vinir leiki mikið í kringum Hólmsheiði og Reynisvatn. Hann hafi áður ekki náð að halda í við strákana sem voru á rafmagnshlaupahjóli því hjólastóllinn hans náði aðeins sex kílómetra hraða. „Hann var mikið bara einn heima í tölvunni en eftir að hann fékk þetta hjól þá fer hann allt með strákunum.“ Björgvin og Jón Gunnar að prófa hjólið. Aðsend Hann fari núna með foreldrum sínum í fjallgöngu og hafi farið upp á Úlfarsfell og á fjall við Laugarvatn og upp með gili þar með ánni. „Það er ekkert sem stoppar hann núna.“ Öflugt hjól sem kemst víða en ekki hratt Jón Gunnar segir hjólið afar öflugt og komast í flesta torfæru. Það sé rafmótor á hverju hjóli og fjöðrun, vökvafjöðrun og öflugar bremsur. Á hjólinu eru líka ljós og hiti í handföngum og USB-tengi fyrir síma. Á hlaðinni rafhlöðu væri hægt að komast til Varmahlíðar frá Akureyri eða um 90 kílómetra. Hann segir hjólið stillt fyrir þyngd hvers og eins og hægt sé að setja alls konar aukahluti og hann hafi til dæmis sett á sitt veiðistangahaldara. Næst er hann spenntur að prófa að setja byssurekka á hjólið svo hann geti komist í rjúpnaveiðar. Hann segir hjólið ekki endilega komast rosalega hratt, heldur eigi það að auka aðgengi. „Ég fór kirkjutröppurnar á Akureyri, og fór létt með það. Það var engin hindrun.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Gunnar Benjamínsson (@jongunnarben) Hjólið er hannað í Noregi og segir Jón Gunnar það hannað af eiginmanni konu sem notar hjólastól. Fjölskyldan hafi verið orðin leið á að skilja mömmu eftir og þannig hafi hönnunin komið til. Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála Tækið er mjög dýrt, kostar um 2,9 til fjórar milljónir, og er ekki niðurgreitt af sjúkratryggingum eins og er en Arnar og fjölskylda hans hafa sótt um það og bíða þess að Sjúkratryggingar svari. Þau eru búin að fá tvær synjanir. Í þeirri fyrstu hafi verið vísað til þess að fjögur hjól séu undir hjólinu en ekki þrjú. Jón Gunnar heimsótti Færeyjar og fór víða á hjólinu. Rúnar Hroði Geirmundsson Eftir það ráðfærði hann sig við bæði ÖBÍ og Sjálfsbjörgu sem sögðu þessa niðurstöðu ranga og að Sjúkratryggingar ættu að styrkja. Þau fengu aðra neitun og hafa nú kært þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar velferðaramála. Hann segir son sinn ekki geta notað þríhjól því hann sé með lélegt jafnvægisskyn. „Ef við hefðum farið á þríhjóli upp Úlfarsfell hefði hann oltið niður.“ Jón Gunnar segir hjólið geta nýst fleirum en bara þeim sem glíma við einhvers konar hreyfihömlur eða fötlun. Það geti líka nýst eldra fólki með lélegt jafnvægisskyn, fólki með MS og CP og mörgum fleirum. Jón Gunnar flytur hjólin inn og er með tvö hjól til að leyfa fólki að prófa. Sjálfsbjörg á einnig hjól sem það er með í útleigu gegn gjaldi. Fólk hefur því færi á að kynnast tækinu áður en það ákveður að verja öllu þessu fjármagni í hjólið. Um tveggja til fjögurra mánaða bið er eftir slíku hjóli. Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Sonur Arnars Baldvinssonar notar sama hjól og segir Arnar félagslíf hans hafa tekið umbreytingum eftir að hann fékk það. Arnar og kona hans hafa kært ákvörðun Sjúkratrygginga um að niðurgreiða ekki kaupin á hjólinu til úrskurðarnefndar velferðarmála. Jón Gunnar og Arnar voru til viðtals um hjólin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Gunnar sagði frá því að hafa séð myndband af hjólinu á Facebook þar sem því var ekið upp stiga. Það hafi gripið athygli hans og hann kannað málið í kjölfarið. „Ég er frekar hvatvís náungi,“ segir hann og að nokkrum dögum seinna hafi hann þannig verið búinn að hafa samband til Noregs til að heimsækja fyrirtækið Exotec til að prófa tækið. Arnar er sjálfur í hjólastól eftir slys 2007 og segist alltaf vera að reyna að ná einhverju til baka. Jón Gunnar er mikill veiðimaður og er spenntur að prófa rjúpnuveiði í á hjólinu. Aðsend Þegar hann horfði á myndbandið hafi hann fengið von um að þetta tæki gæti gefið honum kost á að ná einhverju til baka sem hann hafði áður í tómstundum og leik. Til dæmis sé hann mikill veiðimaður og hafi á þessu tæki í allt sumar kastað flugu fyrir silungi og laxi. „Þetta er leikbreytir.“ Jón Gunnar segir hjólið yfirleitt vekja mikla athygli en hann notar það einnig dagsdaglega til að til dæmis sækja dóttur sína í skólann. Þá sé hann yfirleitt vinsælasti pabbinn á skólalóðinni. Dóttir hans sé orðin alfróð um hjólið og sé oft með honum þegar hann leyfi fólki að prófa. Hefur breytt öllu félagslega Sonur Arnars Baldvissonar fæddist með hryggrauf eða klofinn hrygg, [e. Spina bifida], og er lamaður fyrir neðan hné. „Þetta hefur bara breytt öllu fyrir hann, bæði félagslega,“ segir Arnar. Þau búi í Grafarholti og sonur hans og vinir leiki mikið í kringum Hólmsheiði og Reynisvatn. Hann hafi áður ekki náð að halda í við strákana sem voru á rafmagnshlaupahjóli því hjólastóllinn hans náði aðeins sex kílómetra hraða. „Hann var mikið bara einn heima í tölvunni en eftir að hann fékk þetta hjól þá fer hann allt með strákunum.“ Björgvin og Jón Gunnar að prófa hjólið. Aðsend Hann fari núna með foreldrum sínum í fjallgöngu og hafi farið upp á Úlfarsfell og á fjall við Laugarvatn og upp með gili þar með ánni. „Það er ekkert sem stoppar hann núna.“ Öflugt hjól sem kemst víða en ekki hratt Jón Gunnar segir hjólið afar öflugt og komast í flesta torfæru. Það sé rafmótor á hverju hjóli og fjöðrun, vökvafjöðrun og öflugar bremsur. Á hjólinu eru líka ljós og hiti í handföngum og USB-tengi fyrir síma. Á hlaðinni rafhlöðu væri hægt að komast til Varmahlíðar frá Akureyri eða um 90 kílómetra. Hann segir hjólið stillt fyrir þyngd hvers og eins og hægt sé að setja alls konar aukahluti og hann hafi til dæmis sett á sitt veiðistangahaldara. Næst er hann spenntur að prófa að setja byssurekka á hjólið svo hann geti komist í rjúpnaveiðar. Hann segir hjólið ekki endilega komast rosalega hratt, heldur eigi það að auka aðgengi. „Ég fór kirkjutröppurnar á Akureyri, og fór létt með það. Það var engin hindrun.“ View this post on Instagram A post shared by Jón Gunnar Benjamínsson (@jongunnarben) Hjólið er hannað í Noregi og segir Jón Gunnar það hannað af eiginmanni konu sem notar hjólastól. Fjölskyldan hafi verið orðin leið á að skilja mömmu eftir og þannig hafi hönnunin komið til. Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála Tækið er mjög dýrt, kostar um 2,9 til fjórar milljónir, og er ekki niðurgreitt af sjúkratryggingum eins og er en Arnar og fjölskylda hans hafa sótt um það og bíða þess að Sjúkratryggingar svari. Þau eru búin að fá tvær synjanir. Í þeirri fyrstu hafi verið vísað til þess að fjögur hjól séu undir hjólinu en ekki þrjú. Jón Gunnar heimsótti Færeyjar og fór víða á hjólinu. Rúnar Hroði Geirmundsson Eftir það ráðfærði hann sig við bæði ÖBÍ og Sjálfsbjörgu sem sögðu þessa niðurstöðu ranga og að Sjúkratryggingar ættu að styrkja. Þau fengu aðra neitun og hafa nú kært þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar velferðaramála. Hann segir son sinn ekki geta notað þríhjól því hann sé með lélegt jafnvægisskyn. „Ef við hefðum farið á þríhjóli upp Úlfarsfell hefði hann oltið niður.“ Jón Gunnar segir hjólið geta nýst fleirum en bara þeim sem glíma við einhvers konar hreyfihömlur eða fötlun. Það geti líka nýst eldra fólki með lélegt jafnvægisskyn, fólki með MS og CP og mörgum fleirum. Jón Gunnar flytur hjólin inn og er með tvö hjól til að leyfa fólki að prófa. Sjálfsbjörg á einnig hjól sem það er með í útleigu gegn gjaldi. Fólk hefur því færi á að kynnast tækinu áður en það ákveður að verja öllu þessu fjármagni í hjólið. Um tveggja til fjögurra mánaða bið er eftir slíku hjóli.
Málefni fatlaðs fólks Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira