„Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 08:16 Gísli Rafn segir ekki einungis vanta mat og húsnæði fyrir fólk heldur þurfi einnig að fara inn á Gasa með vinnuvélar til að ryðja burt rústum og hefja uppbyggingu allra helstu innviða. Aðsend og Vísir/EPA Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. „Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
„Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira