Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar 13. október 2025 17:00 Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun