Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2025 07:02 Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig. Súrefnisgríman í flugvélinni er notuð þegar hættuástand skapast. En sú staðreynd að manneskjan hafi yfir höfuð skapað tæki sem flytur okkur milli heimsálfa á nokkrum klukkustundum - er sigur hugvitsins, þrautseigjunnar og framsýni. Framfarir stækka kökuna. En þær eru ekki sjálfgefnar. Mesta hættan sem steðjar að hagsmunum Íslands í dag er að alþjóðakerfið, sem hefur tryggt okkur öryggi, viðskipti og lífsgæði, brotni. Við höfum byggt velferð okkar á reglum, samvinnu og trausti þjóða á milli. Mótframlag okkar hefur aldrei verið í hlutfalli við þann ávinning sem við höfum haft - en þegar við tökum þátt þá er það okkar eigið súrefni sem við erum að verja. Alþingi samþykkti einróma tillögu Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028. Þar er rík áhersla lögð á mannréttindi. Og eftir þeirri stefnu vinnum við. Í samræmi við hana var nýlega veittur styrkur til Outright International, sem vinnur að vernd hinsegin fólks í löndum þar sem samkynhneigð er jafnvel refsiverð. Þetta framlag er eyrnamerkt verkefnum í þróunarríkjum - þar sem unnið er með grasrótarsamtökum, fræðslu og efnahagslegri valdeflingu. Á sama tíma hefur utanríkisráðuneytið farið í samstarf við Harald Þorleifsson um átak til að bæta aðgengi fyrir hjólastóla í Úkraínu. Munu einkaaðilar jafna framlag ríkisins til verkefnisins. Þetta er dæmi um íslenskt frumkvæði sem nýtist beint á erfiðu svæði, í þágu þeirra sem hafa orðið fyrir skelfilegum afleiðingum stríðs. Og eru að verja öryggi okkar og frelsi í Evrópu Við styðjum sömuleiðis við kyn- og frjósemisverkefni í samstarfsríkjum okkar í Afríku, til dæmis eftir afleiðingar erfiðra fæðinga, oft stúlkubarna, sem njóta ekki viðeigandi læknisaðstoðar. Við tökum þátt í að byggja upp skóla á fátækum svæðum, auðvelda börnum, ekki síst stúlkubörnum að sækja sér menntun og eflum þannig getu þeirra og færni til að taka ákvarðanir um eigin líkama og framtíð. Við styðjum við efnahagslega uppbyggingu á sviði jarðhitta og notum okkar sérþekkingu til að miðla áfram þannig að samfélög styrkist og velsæld aukist. Auk þess sitjum við í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við látum rödd okkar heyrast hátt og skýrt. Í þágu annarra þjóða og um leið okkar eigin. Því veldæld okkar stafar ekki síst af þátttöku okkar í samstarfi á meðal þjóða. Þetta eru nokkur af fjölmörgum dæmum um hvernig Ísland leggur sitt af mörkum í verki í þágu mannréttinda og í anda þeirra gilda sem hafa fært okkur úr torfkofum yfir í tækifærin sem við njótum í dag. Þegar ég heyri stjórnmálafólk tala eins og eitt útiloki annað, spyr ég: hvað vakir raunverulega fyrir þeim sem vilja að við hugsum svona smátt? Reynslan sýnir að þeir sem óttast breytingar óttast oft um leið aukið frelsi. Frelsi fólks til athafna og að fá að vera það sjálft. Eða er ætlunin að við takmörkun frelsi þjóðarinnar til að nota rödd sína og áhrif í þágu annarra sem ekki hafa sömu rödd? Að við hverfum frá þeim gildum sem hafa einkennt utanríkisstefnu Íslands í áratugi. Um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Allra. Það sem færði okkur út úr torfkofunum var ekki ótti heldur hugrekki, hugvit og samvinna. Og við gleymum því stundum að við komumst ekki þangað ein. Frá árunum 1948-52 fékk Ísland til að mynda tugi milljarða í þróunaraðstoð í gegnum Marshall aðstoðina. Þar unnum við höfðatölumet eins og svo oft áður. Þessi aðstoð auðveldaði okkur ferðina inn í nútímann - til að byggja upp atvinnulíf og stofnanir. Samhliða eljusemi og krafti landsmanna var það samstaða þjóða sem lyfti okkur upp. Þær settu súrefnisgrímuna á Ísland og voru ekki feimnar við það. Það er okkar hlutverk að sýna sömu framsýni og kærleik. Að hugsa stærra, leggja okkar af mörkum og standa ekki síst vörð um það alþjóðasamstarf sem hefur reynst okkur svo vel. Þannig setjum við súrefnisgrímuna á Ísland með því að byggja upp samfélag þar sem velmegun og jafnrétti mælist hvað hæst í heiminum - og aðstoðum svo aðra með því að nota okkar rödd og sérstöðu til að hjálpa öðrum að komast á sama stað. Rödd okkar Íslendinga i jafnréttis- og mannréttindamálum er sterk. Höldum þeim sérkennum. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Pólitík er vettvangur hugmynda. Þegar ég hlusta á þá sem segja að hlutverk stjórnmálafólks sé fyrst og fremst að setja súrefnisgrímuna á okkur sem þjóð og láta aðra liggja milli hluta, skynja ég skammsýni og ótta. Og kannski líka ákveðna tækifærismennsku. Þrátt fyrir hávær orð hef ég ekki heyrt hvaða hugmyndir þessi sömu öfl hafa um áframhaldandi vöxt Íslands. Þeim virðist meira í mun að skapa andrúmsloft þar sem velgengni eins er á kostnað annars. En það er ekki þannig. Súrefnisgríman í flugvélinni er notuð þegar hættuástand skapast. En sú staðreynd að manneskjan hafi yfir höfuð skapað tæki sem flytur okkur milli heimsálfa á nokkrum klukkustundum - er sigur hugvitsins, þrautseigjunnar og framsýni. Framfarir stækka kökuna. En þær eru ekki sjálfgefnar. Mesta hættan sem steðjar að hagsmunum Íslands í dag er að alþjóðakerfið, sem hefur tryggt okkur öryggi, viðskipti og lífsgæði, brotni. Við höfum byggt velferð okkar á reglum, samvinnu og trausti þjóða á milli. Mótframlag okkar hefur aldrei verið í hlutfalli við þann ávinning sem við höfum haft - en þegar við tökum þátt þá er það okkar eigið súrefni sem við erum að verja. Alþingi samþykkti einróma tillögu Bjarna Benediktssonar þáverandi utanríkisráðherra um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2024–2028. Þar er rík áhersla lögð á mannréttindi. Og eftir þeirri stefnu vinnum við. Í samræmi við hana var nýlega veittur styrkur til Outright International, sem vinnur að vernd hinsegin fólks í löndum þar sem samkynhneigð er jafnvel refsiverð. Þetta framlag er eyrnamerkt verkefnum í þróunarríkjum - þar sem unnið er með grasrótarsamtökum, fræðslu og efnahagslegri valdeflingu. Á sama tíma hefur utanríkisráðuneytið farið í samstarf við Harald Þorleifsson um átak til að bæta aðgengi fyrir hjólastóla í Úkraínu. Munu einkaaðilar jafna framlag ríkisins til verkefnisins. Þetta er dæmi um íslenskt frumkvæði sem nýtist beint á erfiðu svæði, í þágu þeirra sem hafa orðið fyrir skelfilegum afleiðingum stríðs. Og eru að verja öryggi okkar og frelsi í Evrópu Við styðjum sömuleiðis við kyn- og frjósemisverkefni í samstarfsríkjum okkar í Afríku, til dæmis eftir afleiðingar erfiðra fæðinga, oft stúlkubarna, sem njóta ekki viðeigandi læknisaðstoðar. Við tökum þátt í að byggja upp skóla á fátækum svæðum, auðvelda börnum, ekki síst stúlkubörnum að sækja sér menntun og eflum þannig getu þeirra og færni til að taka ákvarðanir um eigin líkama og framtíð. Við styðjum við efnahagslega uppbyggingu á sviði jarðhitta og notum okkar sérþekkingu til að miðla áfram þannig að samfélög styrkist og velsæld aukist. Auk þess sitjum við í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna þar sem við látum rödd okkar heyrast hátt og skýrt. Í þágu annarra þjóða og um leið okkar eigin. Því veldæld okkar stafar ekki síst af þátttöku okkar í samstarfi á meðal þjóða. Þetta eru nokkur af fjölmörgum dæmum um hvernig Ísland leggur sitt af mörkum í verki í þágu mannréttinda og í anda þeirra gilda sem hafa fært okkur úr torfkofum yfir í tækifærin sem við njótum í dag. Þegar ég heyri stjórnmálafólk tala eins og eitt útiloki annað, spyr ég: hvað vakir raunverulega fyrir þeim sem vilja að við hugsum svona smátt? Reynslan sýnir að þeir sem óttast breytingar óttast oft um leið aukið frelsi. Frelsi fólks til athafna og að fá að vera það sjálft. Eða er ætlunin að við takmörkun frelsi þjóðarinnar til að nota rödd sína og áhrif í þágu annarra sem ekki hafa sömu rödd? Að við hverfum frá þeim gildum sem hafa einkennt utanríkisstefnu Íslands í áratugi. Um frelsi, lýðræði og mannréttindi. Allra. Það sem færði okkur út úr torfkofunum var ekki ótti heldur hugrekki, hugvit og samvinna. Og við gleymum því stundum að við komumst ekki þangað ein. Frá árunum 1948-52 fékk Ísland til að mynda tugi milljarða í þróunaraðstoð í gegnum Marshall aðstoðina. Þar unnum við höfðatölumet eins og svo oft áður. Þessi aðstoð auðveldaði okkur ferðina inn í nútímann - til að byggja upp atvinnulíf og stofnanir. Samhliða eljusemi og krafti landsmanna var það samstaða þjóða sem lyfti okkur upp. Þær settu súrefnisgrímuna á Ísland og voru ekki feimnar við það. Það er okkar hlutverk að sýna sömu framsýni og kærleik. Að hugsa stærra, leggja okkar af mörkum og standa ekki síst vörð um það alþjóðasamstarf sem hefur reynst okkur svo vel. Þannig setjum við súrefnisgrímuna á Ísland með því að byggja upp samfélag þar sem velmegun og jafnrétti mælist hvað hæst í heiminum - og aðstoðum svo aðra með því að nota okkar rödd og sérstöðu til að hjálpa öðrum að komast á sama stað. Rödd okkar Íslendinga i jafnréttis- og mannréttindamálum er sterk. Höldum þeim sérkennum. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar