„Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 19:09 Gauti Kristmannsson er varaformaður Íbúasamtaka Laugardals. Vísir/Lýður Valberg/Egill Íbúasamtök Laugardals segja tilkynningu Vegagerðarinnar um Sundabraut vera pólitískt útspil og að stofnunin sé að reyna að hafa áhrif á umræðuna. Samtökin eru ekki sammála mati Vegagerðarinnar um að brú yfir Kleppsvík sé betri kostur en göng. Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum. Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira
Fyrsti áfangi Sundabrautar er þverun Kleppsvíkur frá Gufunesi yfir á Sæbraut. Þar eru tveir valkostir til skoðunar, annars vegar brú og hins vegar göng. Vegagerðin birti tilkynningu á vef sínum í vikunni þar sem fullyrt var að markmið um bættar samgöngur náist frekar með brú heldur en göngum. Þá tilkynningu eru íbúar í Laugardal ekki ánægðir með. Í grein sem birtist á Vísi í dag er þeirri spurningu velt upp hvort Vegagerðin sé við völd á Íslandi. Í greininni gagnrýna formaður og varaformaður Íbúasamtaka Laugardals að Vegagerðin birit tilkynninguna þrátt fyrir að samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og valdhafar ekki ákveðið hvor kosturinn verði valinn. „Mér finnst þetta mjög furðulegt. Það er búið að tala um það að það yrði ekki talað um neitt áður en umhverfismatið lægi fyrir og það er ekki komið fram. Mér sýnist þeir reyna að vera að hafa áhrif á umræðuna og þetta er einhvers konar pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vera að vinna fyrir borgarana,“ sagði Gauti Kristmannsson varaformaður Íbúasamtaka Laugardals í kvöldfréttum Sýnar. „Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Gauti á sæti í samráðshópi vegna Sundabrautar en áðurnefnt umhverfismat er væntanlegt í næstu viku. Íbúasamtökin segja ákvörðun um hvort brú eða göng verði fyrir valinu ekki liggja hjá Vegagerðinni. „Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa eitthvað um þetta að segja. Það er samið um það að tala ekki um neitt fyrr en umhverfismatið er komið en síðan koma þeir með þetta útspil. Eru þeir farnir að segja ráðherra fyrir verkum?“ Á myndinni til vinstri sést hvernig Sundagöng myndu tengjast inn á Sæbraut. Myndin til hægri sýnir hvernig fyrirhuguð Sundabrú kemur inn á Holtaveg.Myndir frá Eflu Tveir valkostir eru til skoðunar varðandi þverun Kleppsvíkur sem er fyrsti áfangi Sundabrautar. Fyrirhuguð brú myndi tengjast beint inn á Holtaveg og Sæbraut en göngin hins vegar tengjast Sæbraut á tveimur stöðum og umferðin færi ekki inn á Holtaveg. Íbúasamtökin fullyrða að verði brú fyrir valinu þýði það aukna umferð inn í gróið íbúahverfi. „Þó sumir fari Sæbrautina, þá muni einhver þúsund fara hér í gegnum hverfið. Hérna er leikskóli, þarna er frístundaheimili, Langholtsskóli og gróið íbúahverfi. Við viljum ekki fá alla þessa umferð í gegnum hverfið,“ sagði Gauti að lokum.
Sundabraut Samgöngur Vegagerð Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Sjá meira