Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 13:01 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira