Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Smári Jökull Jónsson skrifar 11. október 2025 13:01 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Formaður samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir tölur frá ungloðnumælingum Hafrannsóknastofnunar gríðarlega jákvæðar. Hann vonast til að frekari mælingar gefi tilefni til að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór. Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til rúmlega 43.000 tonna hámarkskvóta á loðnu fyrir fiskveiðiárið og er þetta um 6% minni upphafskvóti en gefinn var út á sama tíma í fyrra. Þá var að endingu aðeins gefinn út rúmlega 8000 tonna kvóti og var vertíðin afar lítil. Stofnunin birti ráðgjöf sína í gær en hún er byggð á loðnumælingum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði. „Jákvætt þegar næst mæling á loðnu“ Gunnþór Ingvason formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segist gera ráð fyrir að Hafró fari aftur út í desember til að sjá hvert loðnugangan sé komin og skipuleggi frekari leit í janúar. „Þegar kemur að loðnu þá er alltaf jákvætt þegar næst mæling á loðnu ef við skoðum síðustu ár. Að því leytinu til erum við mjög sátt við það að það hafi allavega náðst að staðfesta þetta,“ sagði Gunnþór í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir erfitt að áætla verðmæti þegar komið sé inn í tóma markaði en gera má ráðfyrir að áætlaður kvóti geti skilað tekjum upp á 15-20 milljarða króna. „Svo er annað gríðarlega jákvætt í þessum tölum, við erum að sjá samkvæmt vísitölu fjórðu bestu ungloðnumælingu sem verður þá veiðistofn 2027. Við erum að sjá fjórðu bestu ungloðnumælingu síðan 1980. Það er mjög jákvætt,“ bætir Gunnþór við. Vonast eftir meiri kvóta Ungloðnumæling að hausti gefur vísbendingu um veiðistofn veturinn eftir og Gunnþór segir að framreiknað gefi mæling þetta haustið byrjunarkvóta á næsta ári upp á 114.000 tonn samanborið við 46.000 í ár. Hann vonast til að frekari mælingar á næstu mánuðum þýði að gefinn verði út meiri kvóti en nú er áætlað. „Við erum bjartsýn en auðvitað vonumst við á að þetta sé bara byrjun á loðnumælingu. Að það náist betur um þetta og stofninn sé stærri þannig að við fáum betri vertíð, þetta er ekki mikið magn. Að sama skapi fer þetta í verðmætar afurðir,“ segir Gunnþór.
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira