Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar 11. október 2025 11:02 Langt er síðan annar eins óhróður, persónulegt níð og ólögmætar aðdróttanir hafa sést á prenti og fram komu í grein Soffíu Sigurðardóttur á Vísi.is 27. ágúst sl. um rannsókn Geirfinnsmálsins. Þar sakar Soffía mig um að hafa afvegaleitt rannsóknina frá upphafi af persónulegum ástæðum og þannig hylmt yfir raunveruleg afdrif Geirfinns. Sömu fullyrðingar eru settar fram í bókinni „Leitin að Geirfinni“ sem bróðir Soffíu ritaði. Fullyrðingar Soffíu ganga engan veginn upp. Í upphafi greinar Soffíu á Vísi.is segir: „Valtýr hefur haldið því fram að hann hafi mestmegnis bara verið formlegur yfirmaður rannsóknarinnar, en að Haukur Guðmundssonar rannsóknarlögreglumaður hafi borið ábyrgð á henni og hann ekki skipt sér þar mikið af.“ Í heilsíðugrein minni í Morgunblaðinu 31. október 1998: „Nokkur atriði um rannsókn Geirfinnsmálsins,“ segist ég hafa haft yfirumsjón með rannsókninni. Síðan segir: „Ég ber því stjórnunarlega ábyrgð á upphafsrannsókn málsins.“ Rangfærsla Soffíu hvað þetta varðar fellur því um sjálfa sig. Í DV.is 14. september sl. birtist ítarlegt viðtal við Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann, sem kom að frumrannsókn málsins, þar sem hann hrekur lið fyrir lið fullyrðingar Soffíu sem hann kveður samansafn af rangfærslum. Um sé að ræða „mjög ómerkileg skrif og sumt heilbera lygi.“ Svo vitnað sé beint til orða Hauks. Það er rétt að rifja upp að mér er enn í fersku minni þegar Haukur Guðmundsson kom á skrifstofu mína 21. nóvember 1974, eða tveimur dögum eftir hvarf Geirfinns, og skýrði mér frá undarlegum aðdraganda að hvarfi hans. Hann taldið málið alvarlegt og ég tók undir það og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú rannsökum við þetta mál og látum ekki nægja að sporhundurinn Nonni gangi nokkra hringi.“ Ástæða þessa orðalags var að fyrr á árinu hafði Guðmundur Einarsson horfið í Hafnarfirði og sporhundur var mikið notaður við leitina án árangurs. II Geirfinnur fór frá heimili sínu í Keflavík kvöldið 19. nóvember 1974 í Hafnarbúðina. Lögreglan í Keflavík lýsti eftir honum í útvarpi næsta dag. Tveimur dögum síðar leitaði lögreglan í Keflavík til rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík sem freistaði þess að gera mynd eftir lýsingu sjónarvotta af manni sem kom í Hafnarbúðina kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Í kjölfarið var í Keflavík gerð leirmynd sem átti að líkjast þessum manni til að hjálpa við að upplýsa hvarf Geirfinns. Áður en vika var liðin frá hvarfi Geirfinns fór ég fram á það á fundi með yfirmönnum og sérfræðingum Sakadóms Reykjavíkur að þeir tækju yfir rannsókn málsins enda höfðum við í Keflavík hvorki mannskap né tæki eða tól til að sinna henni. Á þetta var ekki fallist. Í Morgunblaðinu næsta dag, eða 27. nóvember, er sagt frá því í frétt að fundurinn hafi verið langur og tekið sérstaklega fram að málið yrði áfram í höndum okkar Hauks en aðkoma Sakadóms færi að öðru leyti eftir framvindu málsins. Nú má spyrja: Gat það verið skynsamleg leið reyna að fá helstu sérfræðinga landsins í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík til að taka málið yfir og afsala mér þar með allri stjórnun og aðkomu á því ef ætlun mín var að afvegaleiða alla rannsókn málsins? Nei, heimskulegri aðferð var varla hugsanleg. Það sjá allir. III Þann 4. júní 1975 lauk rannsókn málsins formlega í Keflavík með bréfi mínu til dómsmálaráðuneytisins. Rúmum sjö mánuðum síðar voru þeir Magnús Leópoldsson, Einar Gunnar Bollason og Valdimar Olsen úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, m.a. vegna aðkomu að Geirfinnsmálinu. Sá þáttur rannsóknar Geirfinnsmálsins tengdist á engan hátt rannsókn málsins í Keflavík. Soffía segir í niðurlagi greinar sinnar: „Síðast bauðst þú þig fram til að argast í fjórmenningunum sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Geirfinni, til að sannfæra þá um að öll lygin í málinu hafi verið komin frá Erlu Bolladóttur og hinum hraðlygnu félögum þeirra.“ Vegna þessarar fullyrðingar barst mér eftirfarandi yfirlýsing sem ég tel rétt að birta í heild enda hrekur hún einnig þessa fullyrðingu Soffíu: „Hinn 26. janúar 1976 urðu undirritaðir, Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen fyrir þeirri einstöku lífsreynslu að vera handteknir á heimilum okkar og færðir handjárnaðir í Síðumúlafangelsi þar sem við vorum úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa verið valdir að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Við vorum allir saklausir af þeim áburði sem bæði lögreglan og Hæstiréttur áttu síðar eftir að staðfesta að svo hefði verið. Tilefni þess að við vorum handteknir voru rangar sakargiftir á okkur alla og Sigurbjörn Eiríksson að auki. Voru sakargiftirnar fyrst bornar fram af Erlu Bolladóttur en Sævar Cieseleski og Kristján Viðar Viðarsson báru okkur einnig sökum. Hinar röngu sakargiftir voru bornar fram af þeim öllum á tímabilinu 21. janúar – 8. maí 1976. Okkur undirrituðum og Sigurbirni Eiríkssyni var sleppt úr því tilefnislausa gæsluvarðhaldi 9. maí 1976. Guðjón Skarphéðinsson upplýsti í skýrslugjöf í nóv. og des. 1976 að við hefðum allir verið bornir röngum sökum og hefðum saklausir sætt gæsluvarðhaldi. Forsenda þess hefðu verið samantekin ráð þeirra Erlu, Sævars og Kristjáns að undirlagi Erlu, um að bera okkur alla röngum sökum ef grunur beindist að þeim vegna hvarfs Geirfinns, beinlínis í þeim tilgangi að dreifa athyglinni frá þeim sjálfum. Erla Bolladóttir hélt áfram að bera okkur röngum sökum eftir að við vorum látnir lausir, m.a. 1. september 1976 þar sem hún bar einnig fimm aðra menn sökum um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Allt reyndust það vera rangar sakargiftir og með öllu tilefnislausar. Valtýr Sigurðsson hvorki ræddi við okkur í Keflavíkurrannsókninni né hafði af okkur afskipti og enginn okkar hafði réttarstöðu grunaðs manns þá eða voru grunaðir um aðild að hvarfi Geirfinns Einarsson nema á gundvelli rangra sakargifta Erlu Bolladóttur. Á árinu 2019 þegar við leituðumst við að benda Alþingi á að Erla Bolladóttir hefði verið upphafsmanneskja að ógæfu okkar, áttum við sjálfir frumkvæði að því að kalla Valtý Sigurðsson lögmann, okkur til aðstoðar. Enginn okkar þekkti hann eða höfðu átt við hann einhver persónuleg samskipti.“ IV. Soffía kom í framhaldi greinar sinnar fram í þættinum „Á Sprengisandi“ á Bylgjunni og hélt áfram að ásaka mig um brot í starfi við rannsókn málsins. Þá gerði hún að umtalsefni meðferð málsins allt frá ákæru til dóms sem að hennar mati litaðist öll af spillingu. Það kom mér virkilega á óvart að í jafn vönduðum þætti hafi stjórnandi látið viðgangast að viðmælandi bæri menn sökum um refsiverða háttsemi án þess að hann væri krafinn um einhverja sönnun fyrir fullyrðingum sínum eða gætt væri andmæla. Mér er ekki kunnugt um að fram hafi farið jafn ítarleg athugun á störfum rannsakenda nokkurs máls eins og Geirfinnsmálsins. Þannig fór árið 1979 fram opinber rannsókn á málsmeðferð lögreglunnar í Keflavík sem sá ekkert aðfinnsluvert. Þann 4. febrúar 2003 skilaði síðan Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skýrslu til dómsmálaráðuneytisins en hún hafði verið settur saksóknari til að framkvæma opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Skýrslan er um 100 bls. og voru yfir 40 aðilar yfirheyrðir án þess að þar sé neitt að finna sem styður ávirðingar Soffíu. Auk þessa hafa tugir dómara fjallað um málið með sömu niðurstöðu. Það má því teljast með miklum ólíkindum að öllum aðilum, sem að málinu hafa komið undanfarna áratugi, hafi yfirsést það sem aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ segjast hafa skyndilega uppgötvað tæpri hálfri öld síðar og leyst með því málið. Ég átti leið á bókasafn fyrir stuttu og las bókina „Leitin að Geirfinni“. Mig rak í rogastans að sjá allan þann þvætting sem þar var á borð borinn og ákvað þá að skrifa þessa grein sem hér birtist. Höfundurinn Sigurður Björgvin segir m.a. að Geirfinnur hafi látist á heimili sínu eftir átök að kvöldi 19. nóvember sem hann lýsir nánar. Tvær konur, þ.e. eiginkona Geirfinns og vinkona hennar sem hann nafngreinir, „höfðu samband við Valtý fyrir hádegi 20. nóvember, eða 12 tímum eftir að Geirfinnur hvarf.“ Þá þegar á ég, samkvæmt frásögn höfundar, að hafa tekið yfir rannsókn málsins, afvegaleitt málið og beitt áhrifum mínum á bæði yfirvöld og öll vitni alla tíð. Ég á samkvæmt þessari fullyrðingu að hafa í símtali við upphaf málsins samþykkt að hylma yfir morð, fyrir fólk sem ég þekkti ekkert, í þeim tilgangi að leyna meintu hjúskaparbroti mínu með þessari nafngreindu vinkonu, gott ef ekki líka barnsmóður. Þetta tekur auðvitað engu tali. Á meðan ég var að skrifa þessa grein ákvað ég að hringja í þessa nafngreindu vinkonu sem ég fann á ja.is, kynnti mig og las fyrir hana þessa fullyrðingu. Skemmst er frá að segja að hún kvaðst vita hver ég væri en hafa aldrei séð mig í eigin persónu. Henni ofbauð allar þær lygar sem nú væru á borð bornar í málinu og kvaðst ekki hafa tjáð sig um Geirfinnsmálið í áratugi. V. Í bókinni gerir höfundur lítið úr vinnu Láru V. Júlíusdóttur setts saksóknara og aðstoðarmanns hennar, Baldvins Einarssonar lögreglufulltrúa. Því er haldið fram að ég hafi verið meðhöfundur að skýrslunni og jafnvel breytt niðurstöðu hennar. Þetta er augljós þvættingur. Bókarhöfundur getur þess sérstaklega að þegar fjölmiðill hafi árið 2019 beðið um að fá að sjá skýrslu Láru V. í heild sinni, mörgum árum eftir gerð hennar, hafi því verið hafnað af úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þessi síðasta setning er sennilega eina sannleikskornið í bókinni. Nú vill svo til að þegar ég komst að því að skýrsla Láru V. hafði ekki verið birt opinberlega og að aðgangi að henni hefði verið hafnað, skrifaði ég þann 23. október 2023 dómsmálaráðuneytinu eftirfarandi tölvupóst: „Góðan daginn. Lára V. Júlíusdóttir hrl. skilaði sem settur saksóknari skýrslu til dómsmálaráðherra dags. 4. febrúar 2003. Einhverra hluta vegna hefur skýrslan ekki verið aðgengileg almenningi. Gæti hugsast að það væri vegna þess að mér var veitt staða sakaðs manns við skýrslutöku í málinu en ég hafði sett fram þá kröfu til að sýna fram á að rannsókn sem þessi var réttarfarslega á skjön við grundvallarreglur um réttláta meðferð sakamála? Sé sá grunur minn á rökum reistur þá frábið ég mér leynd yfir skýrslunni af þeim sökum. Ég óska því hér með eftir aðgangi að skýrslunni helst í rafrænu formi og jafnframt geri ég þá kröfu að hún verði aðgengileg almenningi.“ Ég sendi síðan ráðuneytinu ítrekunarpóst í janúar 2025 þar sem ég hafði ekki fengið svar við erindinu og skrifaði: „Eins og Geirfinnsmálið er nú að þróast geri ég þá kröfu að ráðuneytið veiti aðgang að skýrslunni þeim sem eftir því leita. Ég hef skýrsluna undir höndum og tel rétt að upplýsa ráðuneytið um að ég mun veita aðgang að henni ef þurfa þykir.“ Til að troða þessari samsæriskenningu enn frekar ofan í kokið á höfundi bókarinnar þá var Láru V. Júlíusdóttur ritað bréf dags. 13. nóvember 2001 vegna fyrirhugaðrar rannsóknar hennar. Þar segir að ég telji „eðlilegast að rannsóknin fari fram fyrir opinum tjöldum eftir því sem unnt er.“ Leyndin var nú ekki meiri en þetta.Við þessu var því miður ekki orðið. Aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“, hafa nú í tæpt ár áranguslaust freistað þess að fá lögregluyfirvöld til að skoða þessa nýtilkomnu speki án árangurs. Það eitt segir sína sögu. Það er ekkert við því að segja að lærðir og leiknir velti fyrir sér hvarfi Geirfinns en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir sem það gera haldi sig við staðreyndir málsins og auki ekki á þann rugling og söguburð sem fylgt hefur málinu alla tíð, engum til góðs. Höfundur hafði yfirumsjón með rannsókn Geirfinnsmálsins og er fyrrverandi ríkissaksóknari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Langt er síðan annar eins óhróður, persónulegt níð og ólögmætar aðdróttanir hafa sést á prenti og fram komu í grein Soffíu Sigurðardóttur á Vísi.is 27. ágúst sl. um rannsókn Geirfinnsmálsins. Þar sakar Soffía mig um að hafa afvegaleitt rannsóknina frá upphafi af persónulegum ástæðum og þannig hylmt yfir raunveruleg afdrif Geirfinns. Sömu fullyrðingar eru settar fram í bókinni „Leitin að Geirfinni“ sem bróðir Soffíu ritaði. Fullyrðingar Soffíu ganga engan veginn upp. Í upphafi greinar Soffíu á Vísi.is segir: „Valtýr hefur haldið því fram að hann hafi mestmegnis bara verið formlegur yfirmaður rannsóknarinnar, en að Haukur Guðmundssonar rannsóknarlögreglumaður hafi borið ábyrgð á henni og hann ekki skipt sér þar mikið af.“ Í heilsíðugrein minni í Morgunblaðinu 31. október 1998: „Nokkur atriði um rannsókn Geirfinnsmálsins,“ segist ég hafa haft yfirumsjón með rannsókninni. Síðan segir: „Ég ber því stjórnunarlega ábyrgð á upphafsrannsókn málsins.“ Rangfærsla Soffíu hvað þetta varðar fellur því um sjálfa sig. Í DV.is 14. september sl. birtist ítarlegt viðtal við Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann, sem kom að frumrannsókn málsins, þar sem hann hrekur lið fyrir lið fullyrðingar Soffíu sem hann kveður samansafn af rangfærslum. Um sé að ræða „mjög ómerkileg skrif og sumt heilbera lygi.“ Svo vitnað sé beint til orða Hauks. Það er rétt að rifja upp að mér er enn í fersku minni þegar Haukur Guðmundsson kom á skrifstofu mína 21. nóvember 1974, eða tveimur dögum eftir hvarf Geirfinns, og skýrði mér frá undarlegum aðdraganda að hvarfi hans. Hann taldið málið alvarlegt og ég tók undir það og sagði eitthvað á þessa leið: „Nú rannsökum við þetta mál og látum ekki nægja að sporhundurinn Nonni gangi nokkra hringi.“ Ástæða þessa orðalags var að fyrr á árinu hafði Guðmundur Einarsson horfið í Hafnarfirði og sporhundur var mikið notaður við leitina án árangurs. II Geirfinnur fór frá heimili sínu í Keflavík kvöldið 19. nóvember 1974 í Hafnarbúðina. Lögreglan í Keflavík lýsti eftir honum í útvarpi næsta dag. Tveimur dögum síðar leitaði lögreglan í Keflavík til rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík sem freistaði þess að gera mynd eftir lýsingu sjónarvotta af manni sem kom í Hafnarbúðina kvöldið sem Geirfinnur hvarf. Í kjölfarið var í Keflavík gerð leirmynd sem átti að líkjast þessum manni til að hjálpa við að upplýsa hvarf Geirfinns. Áður en vika var liðin frá hvarfi Geirfinns fór ég fram á það á fundi með yfirmönnum og sérfræðingum Sakadóms Reykjavíkur að þeir tækju yfir rannsókn málsins enda höfðum við í Keflavík hvorki mannskap né tæki eða tól til að sinna henni. Á þetta var ekki fallist. Í Morgunblaðinu næsta dag, eða 27. nóvember, er sagt frá því í frétt að fundurinn hafi verið langur og tekið sérstaklega fram að málið yrði áfram í höndum okkar Hauks en aðkoma Sakadóms færi að öðru leyti eftir framvindu málsins. Nú má spyrja: Gat það verið skynsamleg leið reyna að fá helstu sérfræðinga landsins í rannsóknarlögreglunni í Reykjavík til að taka málið yfir og afsala mér þar með allri stjórnun og aðkomu á því ef ætlun mín var að afvegaleiða alla rannsókn málsins? Nei, heimskulegri aðferð var varla hugsanleg. Það sjá allir. III Þann 4. júní 1975 lauk rannsókn málsins formlega í Keflavík með bréfi mínu til dómsmálaráðuneytisins. Rúmum sjö mánuðum síðar voru þeir Magnús Leópoldsson, Einar Gunnar Bollason og Valdimar Olsen úrskurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar í Reykjavík, m.a. vegna aðkomu að Geirfinnsmálinu. Sá þáttur rannsóknar Geirfinnsmálsins tengdist á engan hátt rannsókn málsins í Keflavík. Soffía segir í niðurlagi greinar sinnar: „Síðast bauðst þú þig fram til að argast í fjórmenningunum sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Geirfinni, til að sannfæra þá um að öll lygin í málinu hafi verið komin frá Erlu Bolladóttur og hinum hraðlygnu félögum þeirra.“ Vegna þessarar fullyrðingar barst mér eftirfarandi yfirlýsing sem ég tel rétt að birta í heild enda hrekur hún einnig þessa fullyrðingu Soffíu: „Hinn 26. janúar 1976 urðu undirritaðir, Einar Gunnar Bollason, Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen fyrir þeirri einstöku lífsreynslu að vera handteknir á heimilum okkar og færðir handjárnaðir í Síðumúlafangelsi þar sem við vorum úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa verið valdir að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Við vorum allir saklausir af þeim áburði sem bæði lögreglan og Hæstiréttur áttu síðar eftir að staðfesta að svo hefði verið. Tilefni þess að við vorum handteknir voru rangar sakargiftir á okkur alla og Sigurbjörn Eiríksson að auki. Voru sakargiftirnar fyrst bornar fram af Erlu Bolladóttur en Sævar Cieseleski og Kristján Viðar Viðarsson báru okkur einnig sökum. Hinar röngu sakargiftir voru bornar fram af þeim öllum á tímabilinu 21. janúar – 8. maí 1976. Okkur undirrituðum og Sigurbirni Eiríkssyni var sleppt úr því tilefnislausa gæsluvarðhaldi 9. maí 1976. Guðjón Skarphéðinsson upplýsti í skýrslugjöf í nóv. og des. 1976 að við hefðum allir verið bornir röngum sökum og hefðum saklausir sætt gæsluvarðhaldi. Forsenda þess hefðu verið samantekin ráð þeirra Erlu, Sævars og Kristjáns að undirlagi Erlu, um að bera okkur alla röngum sökum ef grunur beindist að þeim vegna hvarfs Geirfinns, beinlínis í þeim tilgangi að dreifa athyglinni frá þeim sjálfum. Erla Bolladóttir hélt áfram að bera okkur röngum sökum eftir að við vorum látnir lausir, m.a. 1. september 1976 þar sem hún bar einnig fimm aðra menn sökum um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Allt reyndust það vera rangar sakargiftir og með öllu tilefnislausar. Valtýr Sigurðsson hvorki ræddi við okkur í Keflavíkurrannsókninni né hafði af okkur afskipti og enginn okkar hafði réttarstöðu grunaðs manns þá eða voru grunaðir um aðild að hvarfi Geirfinns Einarsson nema á gundvelli rangra sakargifta Erlu Bolladóttur. Á árinu 2019 þegar við leituðumst við að benda Alþingi á að Erla Bolladóttir hefði verið upphafsmanneskja að ógæfu okkar, áttum við sjálfir frumkvæði að því að kalla Valtý Sigurðsson lögmann, okkur til aðstoðar. Enginn okkar þekkti hann eða höfðu átt við hann einhver persónuleg samskipti.“ IV. Soffía kom í framhaldi greinar sinnar fram í þættinum „Á Sprengisandi“ á Bylgjunni og hélt áfram að ásaka mig um brot í starfi við rannsókn málsins. Þá gerði hún að umtalsefni meðferð málsins allt frá ákæru til dóms sem að hennar mati litaðist öll af spillingu. Það kom mér virkilega á óvart að í jafn vönduðum þætti hafi stjórnandi látið viðgangast að viðmælandi bæri menn sökum um refsiverða háttsemi án þess að hann væri krafinn um einhverja sönnun fyrir fullyrðingum sínum eða gætt væri andmæla. Mér er ekki kunnugt um að fram hafi farið jafn ítarleg athugun á störfum rannsakenda nokkurs máls eins og Geirfinnsmálsins. Þannig fór árið 1979 fram opinber rannsókn á málsmeðferð lögreglunnar í Keflavík sem sá ekkert aðfinnsluvert. Þann 4. febrúar 2003 skilaði síðan Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skýrslu til dómsmálaráðuneytisins en hún hafði verið settur saksóknari til að framkvæma opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Skýrslan er um 100 bls. og voru yfir 40 aðilar yfirheyrðir án þess að þar sé neitt að finna sem styður ávirðingar Soffíu. Auk þessa hafa tugir dómara fjallað um málið með sömu niðurstöðu. Það má því teljast með miklum ólíkindum að öllum aðilum, sem að málinu hafa komið undanfarna áratugi, hafi yfirsést það sem aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ segjast hafa skyndilega uppgötvað tæpri hálfri öld síðar og leyst með því málið. Ég átti leið á bókasafn fyrir stuttu og las bókina „Leitin að Geirfinni“. Mig rak í rogastans að sjá allan þann þvætting sem þar var á borð borinn og ákvað þá að skrifa þessa grein sem hér birtist. Höfundurinn Sigurður Björgvin segir m.a. að Geirfinnur hafi látist á heimili sínu eftir átök að kvöldi 19. nóvember sem hann lýsir nánar. Tvær konur, þ.e. eiginkona Geirfinns og vinkona hennar sem hann nafngreinir, „höfðu samband við Valtý fyrir hádegi 20. nóvember, eða 12 tímum eftir að Geirfinnur hvarf.“ Þá þegar á ég, samkvæmt frásögn höfundar, að hafa tekið yfir rannsókn málsins, afvegaleitt málið og beitt áhrifum mínum á bæði yfirvöld og öll vitni alla tíð. Ég á samkvæmt þessari fullyrðingu að hafa í símtali við upphaf málsins samþykkt að hylma yfir morð, fyrir fólk sem ég þekkti ekkert, í þeim tilgangi að leyna meintu hjúskaparbroti mínu með þessari nafngreindu vinkonu, gott ef ekki líka barnsmóður. Þetta tekur auðvitað engu tali. Á meðan ég var að skrifa þessa grein ákvað ég að hringja í þessa nafngreindu vinkonu sem ég fann á ja.is, kynnti mig og las fyrir hana þessa fullyrðingu. Skemmst er frá að segja að hún kvaðst vita hver ég væri en hafa aldrei séð mig í eigin persónu. Henni ofbauð allar þær lygar sem nú væru á borð bornar í málinu og kvaðst ekki hafa tjáð sig um Geirfinnsmálið í áratugi. V. Í bókinni gerir höfundur lítið úr vinnu Láru V. Júlíusdóttur setts saksóknara og aðstoðarmanns hennar, Baldvins Einarssonar lögreglufulltrúa. Því er haldið fram að ég hafi verið meðhöfundur að skýrslunni og jafnvel breytt niðurstöðu hennar. Þetta er augljós þvættingur. Bókarhöfundur getur þess sérstaklega að þegar fjölmiðill hafi árið 2019 beðið um að fá að sjá skýrslu Láru V. í heild sinni, mörgum árum eftir gerð hennar, hafi því verið hafnað af úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Þessi síðasta setning er sennilega eina sannleikskornið í bókinni. Nú vill svo til að þegar ég komst að því að skýrsla Láru V. hafði ekki verið birt opinberlega og að aðgangi að henni hefði verið hafnað, skrifaði ég þann 23. október 2023 dómsmálaráðuneytinu eftirfarandi tölvupóst: „Góðan daginn. Lára V. Júlíusdóttir hrl. skilaði sem settur saksóknari skýrslu til dómsmálaráðherra dags. 4. febrúar 2003. Einhverra hluta vegna hefur skýrslan ekki verið aðgengileg almenningi. Gæti hugsast að það væri vegna þess að mér var veitt staða sakaðs manns við skýrslutöku í málinu en ég hafði sett fram þá kröfu til að sýna fram á að rannsókn sem þessi var réttarfarslega á skjön við grundvallarreglur um réttláta meðferð sakamála? Sé sá grunur minn á rökum reistur þá frábið ég mér leynd yfir skýrslunni af þeim sökum. Ég óska því hér með eftir aðgangi að skýrslunni helst í rafrænu formi og jafnframt geri ég þá kröfu að hún verði aðgengileg almenningi.“ Ég sendi síðan ráðuneytinu ítrekunarpóst í janúar 2025 þar sem ég hafði ekki fengið svar við erindinu og skrifaði: „Eins og Geirfinnsmálið er nú að þróast geri ég þá kröfu að ráðuneytið veiti aðgang að skýrslunni þeim sem eftir því leita. Ég hef skýrsluna undir höndum og tel rétt að upplýsa ráðuneytið um að ég mun veita aðgang að henni ef þurfa þykir.“ Til að troða þessari samsæriskenningu enn frekar ofan í kokið á höfundi bókarinnar þá var Láru V. Júlíusdóttur ritað bréf dags. 13. nóvember 2001 vegna fyrirhugaðrar rannsóknar hennar. Þar segir að ég telji „eðlilegast að rannsóknin fari fram fyrir opinum tjöldum eftir því sem unnt er.“ Leyndin var nú ekki meiri en þetta.Við þessu var því miður ekki orðið. Aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“, hafa nú í tæpt ár áranguslaust freistað þess að fá lögregluyfirvöld til að skoða þessa nýtilkomnu speki án árangurs. Það eitt segir sína sögu. Það er ekkert við því að segja að lærðir og leiknir velti fyrir sér hvarfi Geirfinns en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir sem það gera haldi sig við staðreyndir málsins og auki ekki á þann rugling og söguburð sem fylgt hefur málinu alla tíð, engum til góðs. Höfundur hafði yfirumsjón með rannsókn Geirfinnsmálsins og er fyrrverandi ríkissaksóknari.
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun