Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar 10. október 2025 14:00 Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla hjá VR um það hvort félagsfólk vilji halda varasjóðnum óbreyttum eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi eins og þekkist hjá öðrum stéttarfélögum. En þá spyr fólk sig, hvort er betra fyrir mig? Ég get ekki svarað þessu fyrir þig en ég get sagt þér frá mínu sjónarhorni og hvernig ég sé þetta fyrir mér. Samkvæmt tölfræði VR þá myndi ég falla vel undir það að vera akkúrat hinn dæmigerði VR-ingur, rétt undir meðal aldri og launin rétt í meðallaunum VR. Einu sinni á ári er greitt inn á varasjóðinn hjá félagsfólki VR, þetta eru um 4% af einum mánaðarlaunum sem kemur þar inn eftir aðalfund félagsins eða rétt tæplega 30.000 kr. í mínu tilfelli. Þetta er vissulega alveg ágæt upphæð og hef ég nýtt hana á hverju ári, svo hún fer ekki til spillis. En ef við hugsum þetta aðeins þýðir það að manneskja sem er með milljón í laun fær um 40.000 kr. og ef þú ert með 450.000 kr. í laun ertu aðeins að fá um 18.000 kr. Þetta er í raun tekjutengt kerfi sem endurspeglar launamuninn á vinnumarkaðnum ekki kerfi sem jafnar leikinn. Sem félagskona í stéttarfélagi sem stendur fyrir jöfnuð, þá finnst mér það dálítið þversagnakennt. Hefðbundið stykjakerfi – allir með sama rétt Í hefðbundna styrkjakerfinu hefði ég getað fengið allt að 120.000 kr. á ári í styrki alveg óháð því hvort ég er með 450, 750 eða 950 þúsund í laun að því gefnu að ég sé fullgildur félagsmaður.Það er fjórfalt meira en ég fæ í dag. Ég hefði getað nýtt styrkina í svipaða hluti og áður – heilsu, líkamsrækt og gleraugu svo eitthvað sé nefnt, án þess að þurfa að bíða eftir að sjóðurinn safnist upp. Þetta kerfi er einfalt, skýrt og jafnt. Það hendar fólki sem nýtir styrki reglulega- eins og mér. En hvað með þá sem safna? Sumir segja að varasjóðurinn sé betri fyrir þá sem vilja safna upp inneign í mörg ár og nota hana svo í stærri útgjöld síðar.Það á alveg rétt á sér – sérstaklega ef þú nýtir sjaldan styrki. En fyrir mig og marga aðra sem nýta sjóðinn sinn árlega, þá er þetta ekki sparnaður – þetta er einfaldlega lítið framlag sem dugir skammt. Þegar ég nýti varastjóðinn minn, tæmist hann alveg.Ég hef ekkert til góða, og þarf að bíða til næsta árs eftir nýju framlagi.Í hefðbundna kerfinu væri ég með margfalt meira svigrúm og meiri sveigjanleika. Ég skil að margir vilja halda í varasjóðinn – sérstaklega þeir sem eru tekjuhærri og hafa safnað inneign.Það er mannlega að vilja verja það sem maður hefur byggt upp. En ef ég horfi á þetta út frá mínu eigin sjónarhorni, með félagskona í VR með meðaltekjur, þá sé ég að hefðbundna styrkjakerfið er einfaldlegra hagstæðara fyrir mig.Það er réttlátara, gagnsærra og þjónar vel öllum hópum innan VR – ekki bara þeim tekjuhæstu. Kjarni málsins er í rauninni einfaldur: Viljum við kerfi sem byggist á jöfnum réttindum eða á launamuninum?Ég veit mitt svar. Ég ætla að kjósa hefðbundna styrkjakerfið, ekki afþví að sé sé óángæð með varasjóðinn heldur af því að ég trúi því að VR eigi að standa fyrir jöfnuð og samstöðu.Kerfi sem tryggir öllum sömu tækifæri – það er félag sem ég vil tilheyra. Hægt er að kynna sér málið betur og nýta kosningarétt sinn inn á https://www.vr.is/ Höfundur er varamaður í stjórn VR.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun