Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 10. október 2025 11:32 Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun