Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 10. október 2025 11:32 Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag gerum við ráð fyrir því frelsið sé sjálfsagt. Það virðist okkur ekkert eðlilegra en að búa við lýðræði, að yfirvöld beiti hvorki ofbeldi né kúgun og að vald sé bundið af lögum og ábyrgð. Þetta eru forsendur sem við byggjum daglegt líf okkar á. En við gleymum því að þetta er í raun fyrsta tímabil sögunnar þar sem slíkt má teljast sjálfsagt. Þar liggur hættan. Þegar fólk venst frelsi hættir það að átta sig á því hversu viðkvæmt það er og hvað það kostar að viðhalda því. Þegar lýðræði virðist hægt og ófullkomið, þegar ákvarðanir tefjast og málamiðlanir deyfa afdráttarlausar skoðanir, vex gremjan. Þá fara menn að horfa í aðrar áttir. Þá vaknar hugmyndin um að einn sterkur leiðtogi gæti gert betur, einhver sem taki einfaldlega ákvörðun og framkvæmi hana. Slík hugsun er heillandi. Einræði virðist skilvirkt, lýðræði virðist tafsamt. En tregða lýðræðisins er ekki galli, heldur fórnin sem fylgir þátttöku allra. Lýðræði tekur tíma vegna þess að það gefur öllum rödd. Það krefst þolinmæði vegna þess að það ver okkur fyrir skyndilegum ákvarðanatökum, knúnum áfram af reiði eða ofmetnaði. Það sem gleymist oft í slíkum hugsunarhætti er hvað gerist þegar sá leiðtogi snýr sér gegn eigin þjóð. Þeir sem áður dáðust að ákveðni hans vilja þá skyndilega fá sína rödd til baka. En þá er það of seint. Þegar einum manni hefur verið veitt óskorað vald er nánast útilokað að taka það til baka. Við sjáum þessa hættu birtast á ný á okkar tímum. Uppgangur valdboðshneigðra leiðtoga eins og Donalds Trump, Vladimírs Pútín, Benjamíns Netanjahú og fjölmargra annarra sýnir vaxandi óþolinmæði gagnvart lýðræðislegum ferlum. Margir laðast að slíkum leiðtogum vegna þess að þeir virðast framkvæma hluti, virðast sniðganga rauða tape-ið og ná árangri. En þessi valdbeiting kemur oft niður á lögmæti, gagnsæi og ábyrgð. Fórnin fyrir þann árangur er ekkert minna en okkar eigin rödd. Þegar við veitum einum manni óskorað vald afsölum við okkur jafnframt rétti til að mótmæla. Hvað gerum við þegar sá leiðtogi tekur ákvarðanir sem við stöndum ekki að? Hvað gerum við þegar hann fer gegn gildum okkar? Svarið, eins og sagan sýnir, er einfalt: við getum ekkert gert. Já, lýðræði krefst baráttu, en sú barátta fer fram með orðum, rökræðum og atkvæðum, ekki með vopnum. Hún getur verið þreytandi og stundum virst árangurslaus, en hún er og verður alltaf eins stefnan sem að við eigum að taka mark á. Við lifum á tímum þar sem frelsið virðist sjálfsagt, næstum náttúrulegt, eins og það sé eðlilegt ástand mannlegrar tilveru en ekki niðurstaða aldalangrar baráttu. Þessi hugsunarháttur er okkar mesti veikleiki. Vegna þess að við vitum ekki lengur hvernig það er að vera ófrjáls, gerum við lítið úr því hversu brothætt frelsið er. Við verðum að enduruppgötva gildi eigin raddar. Við verðum að skilja að lýðræði er ekki eitthvað sem við eigum, heldur eitthvað sem við framkvæmum í hvert sinn sem við tölum, rökræðum eða kjósum. Höfundur er háskólanemi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun