Annar andstæðingur Trumps ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 21:17 Letitia James, ríkissaskóknari New York. AP/Bebeto Matthews Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur verið ákærð í Virginíu fyrir fjársvik. Hún stóð fyrir lögsókn gegn Trump þar sem hann var sakfelldur fyrir umfangsmikil fjársvik og skjalafals. James var þar að auki meðal þeirra sem Trump fór fyrir mistök opinberlega fram á að Pam Bondi, dómsmálaráðherra, myndi ákæra. Trump var í september 2023 sakfelldur fyrir fjársvik, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Hann var fundinn sekur um að hafa frá árinu 2011 til 2021, platað banka og tryggingafyrirtæki til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Á þessu mun Trump og fjölskylda hans hafa grætt margar milljónir dala í gegnum árin. Það var Letita James sem rak það mál gegn Trump en nú hefur ákærudómstóll í Virginíu ákært hana fyrir fjársvik, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í yfirlýsingu frá Lindsey Halligan, alríkissaksóknara í Virginíu, segir að James sá ákærð fyrir bankasvik og skjalafals. Halligan, segir alla jafna fyrir lögum og að James standi frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Trump hefur beint spjótum sínum að James um nokkuð skeið og meðal annars vegna þess að hún á að hafa logið á lánaumsókn vegna húsakaupa. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi gert mistök við lánaumsókn en það hafi strax verið leiðrétt og hafi ekki komið niður á lánaveitanda hennar. Málið hefur ratað á borð dómara sem Joe Biden, forveri Trumps, skipaði í embætti árið 2023. Sami nýi saksóknarinn Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður fyrir að eiga að hafa logið að þingmönnum. Lindsey Halligan, sami saksóknari og ákærði Comey, sem Trump skipaði nýverið eftir að hafa bolað forvera hennar úr starfi þegar hann neitaði að ákæra Comey, hefur nú ákært James. Halligan hafði fyrir það enga reynslu af saksóknarastörfum en hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps. Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmaður Trumps og núverandi alríkissaksóknari.AP/Jacquelyn Martin Samkvæmt heimildum AP flutti Halligan sjálf málið fyrir ákærudómstólnum, eins og hún gerði í máli Comey. Comey var ákærður nokkrum dögum áður en meint brot hans fyrndist. Sjá einnig: Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Comey fór fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Lögmaður hans fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Krafðist ákæra opinberlega, fyrir mistök Þann 20. september birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði beint til Bondi. Forsetinn krafðist þess meðal annars að Bondi ákærði Letitiu James, James Comey og Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins. Í færslunni kvartaði Trump sáran yfir því að það hefði ekki verið gert þegar. Trump nefndi sérstaklega að hann hefði sjálfur verið tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot og fimm sinnum af saksóknurum fyrir meinta glæpi. „ÚT AF ENGU. RÉTTLÆTI SKAL NÁÐ, NÚNA!!!“ Ráðuneytið hafði þegar rannsakað bæði James og Comey á þessu ári og hafði verið ákveðið að ákæra þau ekki. Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að færslan sem nefnd er hér að ofan hafi átt að vera einkaskilaboð til Bondi. Heimildarmenn miðilsins segja það hafa komið Trump á óvart þegar honum var sagt að hann hefði birt færsluna opinberlega. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Trump var í september 2023 sakfelldur fyrir fjársvik, með því að hafa um árabil logið um ríkidæmi sitt. Hann var fundinn sekur um að hafa frá árinu 2011 til 2021, platað banka og tryggingafyrirtæki til að fá hagstæðari lán og tryggingar. Á þessu mun Trump og fjölskylda hans hafa grætt margar milljónir dala í gegnum árin. Það var Letita James sem rak það mál gegn Trump en nú hefur ákærudómstóll í Virginíu ákært hana fyrir fjársvik, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í yfirlýsingu frá Lindsey Halligan, alríkissaksóknara í Virginíu, segir að James sá ákærð fyrir bankasvik og skjalafals. Halligan, segir alla jafna fyrir lögum og að James standi frammi fyrir allt að þrjátíu ára fangelsisvist. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Trump hefur beint spjótum sínum að James um nokkuð skeið og meðal annars vegna þess að hún á að hafa logið á lánaumsókn vegna húsakaupa. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi gert mistök við lánaumsókn en það hafi strax verið leiðrétt og hafi ekki komið niður á lánaveitanda hennar. Málið hefur ratað á borð dómara sem Joe Biden, forveri Trumps, skipaði í embætti árið 2023. Sami nýi saksóknarinn Áður hafði James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, verið ákærður fyrir að eiga að hafa logið að þingmönnum. Lindsey Halligan, sami saksóknari og ákærði Comey, sem Trump skipaði nýverið eftir að hafa bolað forvera hennar úr starfi þegar hann neitaði að ákæra Comey, hefur nú ákært James. Halligan hafði fyrir það enga reynslu af saksóknarastörfum en hún starfaði áður sem einkalögmaður Trumps. Lindsey Halligan, fyrrverandi einkalögmaður Trumps og núverandi alríkissaksóknari.AP/Jacquelyn Martin Samkvæmt heimildum AP flutti Halligan sjálf málið fyrir ákærudómstólnum, eins og hún gerði í máli Comey. Comey var ákærður nokkrum dögum áður en meint brot hans fyrndist. Sjá einnig: Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Comey fór fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Lögmaður hans fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá dómi á þeim grunni að um pólitískar ofsóknir væri að ræða. Krafðist ákæra opinberlega, fyrir mistök Þann 20. september birti Trump færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði beint til Bondi. Forsetinn krafðist þess meðal annars að Bondi ákærði Letitiu James, James Comey og Adam Schiff, þingmann Demókrataflokksins. Í færslunni kvartaði Trump sáran yfir því að það hefði ekki verið gert þegar. Trump nefndi sérstaklega að hann hefði sjálfur verið tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot og fimm sinnum af saksóknurum fyrir meinta glæpi. „ÚT AF ENGU. RÉTTLÆTI SKAL NÁÐ, NÚNA!!!“ Ráðuneytið hafði þegar rannsakað bæði James og Comey á þessu ári og hafði verið ákveðið að ákæra þau ekki. Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að færslan sem nefnd er hér að ofan hafi átt að vera einkaskilaboð til Bondi. Heimildarmenn miðilsins segja það hafa komið Trump á óvart þegar honum var sagt að hann hefði birt færsluna opinberlega.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira