Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2025 17:32 Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Krabbamein Heilsa Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun