Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2025 17:32 Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Krabbamein Heilsa Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun