Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Árni Sæberg skrifar 9. október 2025 17:11 Slagsmálin urðu á Akranesi. Vísir/Arnar Refsing manns fyrir að berja annan í höfuðið með steypuklumpi í strætóskýli á Akranesi hefur verið þyngd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi. „Tiltekin atvik“ varðandi stúlku urðu kveikja að slagsmálum milli mannanna tveggja en sá sem fyrir árásinni varð hlaut einnig dóm vegna málsins. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Taldi sig hafa séð eggvopn Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóm Vesturlands í málinu, sem kveðinn var upp í júní í fyrra. Þar hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varir hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Þráhyggja gagnvart kærustu frænda Maðurinn sem varð fyrir árás mannsins hlaut sömuleiðis dóm fyrir Héraðsdómi Vesturlands í desember árið 2023 en var ekki gerð refsins vegna líkamsárásar. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli [árásarmaðurinn] er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Við aðalmeðferð í máli árásarmannsins sagði hann árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í höfuðið og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Með dómi Landsréttar var árásarmaðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki var fallist á að verkið hefði verið unnið í neyðarvörn, líkt og hann hafði borið fyrir sig. Við ákvörðun refsingar var þó litið til ákvæðis almennra hegningarlaga um líkamsárásir sem framdar eru í áflogum eða gagnvart manni sem á upptök að áflogum og að nokkur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir dómi sem honum yrði ekki um kennt. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði sem bundin var skilorði til tveggja ára. Þá var staðfest ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu þess sem varð fyrir árásinni þannig að manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,2 milljónir króna. Akranes Dómsmál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp nú síðdegis. Taldi sig hafa séð eggvopn Vísir fjallaði ítarlega um dóm Héraðsdóm Vesturlands í málinu, sem kveðinn var upp í júní í fyrra. Þar hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Í ákæru málsins kom fram að atvik málsins hafi átt sér stað við strætóstoppustöð á Akranesi í mars 2022. Fyrir dómi sagði árásarmaðurinn hinn manninn hafa komið á jeppa, verið ógnandi og keyrt upp á grasflöt. Hann hafi talið sig sjá eggvopn falið í lyklakippu hins mannsins og fyrr en varir hafi þeir verið farnir að slást í jörðinni. Hann viðurkenndi að hafa notað steypuklumpinn, en vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða. Hann sagði manninn sem varð fyrir árásinni vera háan vexti og að fólk væri hrætt við hann. Átökin hafi hætt þegar þriðji maðurinn á vettvangi hafi sagt þeim að stoppa. Þá hafi sá sem varð fyrir árásinni keyrt á brott og þriðji maðurinn hringt á lögreglu. Þráhyggja gagnvart kærustu frænda Maðurinn sem varð fyrir árás mannsins hlaut sömuleiðis dóm fyrir Héraðsdómi Vesturlands í desember árið 2023 en var ekki gerð refsins vegna líkamsárásar. Í dómnum frá því í desember sagði sá sem varð fyrir árásinni að árásarmaðurinn hefði hrellt eiginkonu hans og verið með þráhyggju gagnvart kærustu frænda hans. Hann hafi verið orðinn reiður og pirraður á þessu og kvað hann „alla í bæjarfélaginu vita hver brotaþoli [árásarmaðurinn] er og hann sé þekktur fyrir að ásækja konur.“ Við aðalmeðferð í máli árásarmannsins sagði hann árásarmanninn hafa sent sér skilaboð á Facebook og beðið hann um að koma, sem hann hafi gert. Hann hafi spurt hvort „þetta væri ekki orðið gott“ en fengið grjót í höfuðið og rotast. Síðan hafi hann rankað við sér og árásarmaðurinn enn verið með grjótið að berja sig. Hann hafi beðið hann um að hætta, en án árangurs. Bar fyrir sig sjálfsvörn Með dómi Landsréttar var árásarmaðurinn sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en ekki var fallist á að verkið hefði verið unnið í neyðarvörn, líkt og hann hafði borið fyrir sig. Við ákvörðun refsingar var þó litið til ákvæðis almennra hegningarlaga um líkamsárásir sem framdar eru í áflogum eða gagnvart manni sem á upptök að áflogum og að nokkur dráttur hefði orðið á meðferð málsins fyrir dómi sem honum yrði ekki um kennt. Refsing hans var ákveðin fangelsi í fimm mánuði sem bundin var skilorði til tveggja ára. Þá var staðfest ákvæði héraðsdóms um einkaréttarkröfu þess sem varð fyrir árásinni þannig að manninum var gert að greiða honum 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var honum gert að greiða allan sakarkostnað, alls um 2,2 milljónir króna.
Akranes Dómsmál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira