Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar 9. október 2025 12:33 Hvað gerðist i innviðaráðuneytinu? Í gær rann út frestur til að senda inn umsögn um drög innviðaráðuneytisins að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjölmiðla. Þar var meðal annars að finna fráleita tillögu um að færa innviðaráðherra heimild til að veita undanþágu fyrir botnfestingum fyrir sjókvíar innan helgunarsvæða fjarskiptastrengja, sem eru bókstaflega lífæð fjarskipta Íslands við umheiminn. Af um tvö hundruð umsögn er aðeins að finna stuðning við þessa einkennilegu tillögu í einni umsögn og hún er frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem gæta af hörku hagsmuna sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Myndin er frá VÁ - Félagi um vernd fjarðar sem var stofnað af íbúum Seyðisfjarðar til að berjast gegn áformum um sjókvíaeldi í firðinum. Aðrar umsagnir vara mjög við þessari hugmynd. Þar á meðal er FARICE, eigandi sæstrengsins sem liggur um Seyðisfjörð til Færeyja og Skotlands þar sem hann tengir íslenska fjarskiptakerfið við það evrópska. Samtök iðnaðarins og Ljósleiðarinn leggjast líka gegn tillögunni um undanþágu, enda er hún augsýnilega „til þess fallin að grafa undan öryggi fjarskiptainnviða og almannahagsmuna“ einsog segir í umsögn Ljósleiðarans. Að þessi hugmynd hafi engu að síður ratað inn í frumvarpsdrögin sýnir með sérstaklega skýrum hætti ítök SFS í opinberri stjórnsýslu. Það er rannsóknarefni hvernig hugmynd um undanþágu frá þjóðaröryggismáli, og sem augljóslega er sniðin að hagsmunum fyrirtækis sem vill koma sjókvíum í Seyðisfjörð, hafi rataði inn í frumvarpsdrög frá ráðuneytinu. Hvað gerðist? Hver ber ábyrgð á því innan ráðuneytisins? Við viljum nafn. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins (iwf.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Sjókvíaeldi Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerðist i innviðaráðuneytinu? Í gær rann út frestur til að senda inn umsögn um drög innviðaráðuneytisins að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um fjarskipti, lögum um Fjarskiptastofu og lögum um fjölmiðla. Þar var meðal annars að finna fráleita tillögu um að færa innviðaráðherra heimild til að veita undanþágu fyrir botnfestingum fyrir sjókvíar innan helgunarsvæða fjarskiptastrengja, sem eru bókstaflega lífæð fjarskipta Íslands við umheiminn. Af um tvö hundruð umsögn er aðeins að finna stuðning við þessa einkennilegu tillögu í einni umsögn og hún er frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem gæta af hörku hagsmuna sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Myndin er frá VÁ - Félagi um vernd fjarðar sem var stofnað af íbúum Seyðisfjarðar til að berjast gegn áformum um sjókvíaeldi í firðinum. Aðrar umsagnir vara mjög við þessari hugmynd. Þar á meðal er FARICE, eigandi sæstrengsins sem liggur um Seyðisfjörð til Færeyja og Skotlands þar sem hann tengir íslenska fjarskiptakerfið við það evrópska. Samtök iðnaðarins og Ljósleiðarinn leggjast líka gegn tillögunni um undanþágu, enda er hún augsýnilega „til þess fallin að grafa undan öryggi fjarskiptainnviða og almannahagsmuna“ einsog segir í umsögn Ljósleiðarans. Að þessi hugmynd hafi engu að síður ratað inn í frumvarpsdrögin sýnir með sérstaklega skýrum hætti ítök SFS í opinberri stjórnsýslu. Það er rannsóknarefni hvernig hugmynd um undanþágu frá þjóðaröryggismáli, og sem augljóslega er sniðin að hagsmunum fyrirtækis sem vill koma sjókvíum í Seyðisfjörð, hafi rataði inn í frumvarpsdrög frá ráðuneytinu. Hvað gerðist? Hver ber ábyrgð á því innan ráðuneytisins? Við viljum nafn. Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins (iwf.is)
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar