Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 9. október 2025 09:01 Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vert að vekja athygli landsmanna á að RÚV mun sýna heimildarmyndina „Acting Normal with CVI“ eða „Fyrir allra augum“ á alþjóðlega sjónverndardeginum þann 9. október. Þetta er fyrsta og enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum í fullri lengd um heilatengda sjónskerðingu (CVI - Cerebral visual impairment), sem er nokkuð merkileg staðreynd í ljósi þess að talið er að um 3% mannkyns eða 1 af hverjum 30 (og mögulega fleiri í dag) séu með CVI – en fæstir vita af því. Við þessar aðstæður geta augun í sjálfu sér verið í fullkomnu lagi en sjónskerðingin orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Myndin markaði þannig tímamót í vitundarvakningu um áhrif heilatengdrar sjónskerðingar. En sjón er sögu ríkari og hvet ég alla til að horfa. Myndin verður sýnd á sama tíma á RÚV 2 með íslenskri sjónlýsingu. Það eru ekki síður eftirminnileg tímamót því að þetta verður í fyrsta sinn sem boðið er upp á sjónlýsingu í íslensku sjónvarpi. En sjónlýsing er þegar sjónræn upplifun er færð yfir í orð þannig að þau sem ekki sjá geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Sjónlýsingar eru notaðar við margs konar aðstæður og tilefni. Svo sem eins og í söfnum til að lýsa því sem er til sýnis, í leikhúsum og í sjónvarps- og kvikmyndum til að lýsa því sem er að gerast og einnig við hvers konar aðrar athafnir, eins og brúðkaup, íþróttakappleiki og fleira. Sjónlýsing er þannig mikilvægt aðgengisverkfæri sem opnar dyrnar að menningar- og afþreyingarefni fyrir sjónhamlað fólk. Vöntun á sjónlýsingum gerir það ekki aðeins að verkum að sjónhamlað fólk missir af að njóta þess efnis sem í boði er. Heldur hefur það einnig í för með sér keðjuverkandi áhrif því að þú verður út undan í samfélaginu þegar þú upplifir ekki það sama og fólkið í kringum þig og tilheyrir þar með ekki sama reynsluheimi. Gildir þar einu hvort um er að ræða afþreyingar-, menningar- eða barnaefni. Það er allt í senn ánægjuleg og sorgleg staðreynd að verið er að sýna sjónlýst efni í sjónvarpi allra landsmanna í fyrsta sinn í kvöld. Ánægjuleg því með þessu er vissulega brotið blað og er vonandi fyrsti vísir að því sem koma skal. Sorgleg af því að þessi tímamót hefðu að réttu átt að gerast fyrir löngu síðan og sjónlýsingar þar með að vera jafn sjálfsagðar og textun á erlendu efni. Það er sérkennileg staðreynd að íslenskir sjónvarpsþættir sem framleiddir eru fyrir erlendar streymisveitur eru sýndir með sjónlýsingu. Þá hlýtur að mega álykta að innlendar stöðvar geti gert slíkt hið sama. Vissulega þarf vandvirkni og fagmennsku til að gera góða sjónlýsingu en fyrirhöfnin og kostnaðurinn er mun lægri en halda mætti við fyrstu sýn. Til að liðka fyrir sjónlýsingum í innlendri kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð mætti taka tillit til þess við úthlutun opinberra framleiðslustyrkja og jafnvel gera það að skilyrði. Það er með réttu eðlileg krafa að sjónlýsing verði normið en ekki undantekning við framleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og kvikmyndum. En nú er tími til að fagna tímamótunum og njóta myndarinnar „Fyrir allra augum“ á RÚV klukkan 21.00 í kvöld Fyrir þau sem njóta þess að hafa góða sjón er þetta líka kjörið tækifæri til að stilla á RÚV 2 og upplifa hvernig sjónlýsing virkar. Höfundur er formaður Blindrafélagsins.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar