Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 20:16 Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka. Vísir/Sigurjón „Þetta er bara hópur fólks sem er bara ósköp venjulegir borgarar hér í Reykjavík og landsmenn víða um land og ekkert öfga við það. Við erum bara með ákaflega einfalda, gamla, góða og einfalda siði sem við viljum halda í.“ Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“ Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Þetta sagði Baldur Borgþórsson, talsmaður nýja stjórnmálaflokksins Okkar Borg - Þvert á flokka, sem stofnaður var af samtökunum Ísland þvert á flokka, í kvöldfréttum Sýnar. Þá var hann að svara spurningum um það hvort hægt væri að segja að flokkurinn ætti samleið með svokölluðum „öfga-hægri“ flokkum á meginlandi Evrópu, miðað við stefnuskrána sem birt var í dag. Þar kom fram að forsvarsmenn flokksins vildu gera umfangsmiklar breytingar er snúa að málefnum hælisleitenda, stoppa gerð Borgarlínu, gera Sundabraut í göngum, fara í ráðningarstopp hjá borginni, rifta samningum við Samtökin ´78 og hætta kynjafræðslu og ýmislegt annað. Ísland þvert á flokka vakti athygli fyrr í sumar þegar samtökin stóðu fyrir mótmælum gegn stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá einnig: Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Baldur segir að ekki sé hægt að bendla Okkar borg við öfga-hægri öfl. Miðað við skoðanakönnun sem Ísland þvert á flokka lét gera í sumar ætti sú skilgreining við sjötíu prósent þjóðarinnar. Ein af spurningum þeirrar könnunar var hvort fólk vildi loka alfarið fyrir móttöku hælisleitenda hér á landi, tímabundið eða alfarið. Baldur segir um sjötíu prósent þátttakenda hafa svarað því játandi. „Jú, sennilega má sjá einhver líkindi þarna á milli í einhverjum málaflokkum,“ sagði Baldur. „Við erum hins vegar búin að víkka þetta svolítið út hjá okkur og erum að taka svona á helstu málum samtímans.“ Um kynjafræðslu sagði Baldur flokksmenn telja að hún og efni sem væri kynnt í henni ætti ekki heima í leik- og grunnskólum. „Við notum nú bara þá skýringu þar: Leyfum börnunum bara að vera börn og látum börnin í friði.“ Baldur sagði þó að ef foreldrar vildu sækja „hinseginfræðslu, kynfræðslu, kynjafræðslu og allt það“ geti Samtökin ´78 boðið upp á það. Þegar kemur að næstu skrefum flokksins segir Baldur að nú þurfi að kynna stefnuskrá Okkar borgar betur. Hún sé í grunninn í sex liðum. „Þarna eru fleiri stór mál, eins og Borgarlína, hún er ekki uppi á borðum og án Reykjavíkurborgar er hún ekki að fara að ganga upp,“ sagði Baldur. Þá sagði hann að líklega myndi Reykjavíkurborg, undir stjórn Okkar borgar, sama hverjir það verða sem leiða flokkinn, lögsækja ríkið. „Fyrir að lýða okurvexti á landinu, sem kostar ríkið 125 milljarða í vexti á ári og Reykjavíkurborg tugi milljarða. Þá megum við ekki gleyma heimilunum og fyrirtækjunum sem greiða mörg hundruð og eru búin að greiða í okurvexti mörg þúsund milljarða.“
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira