„Við viljum bara grípa þau fyrr“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. október 2025 19:25 Eva Rós er framkvæmdastjóri Bergsins. Vísir/Sigurjón Hundrað og tuttugu ungmenni leita í hverri viku til Bergsins sem veitir geðheilbrigðisþjónustu og hefur aðsóknin aukist töluvert. Framkvæmdastjórinn segir mikilvægt að grípa ungt fólk sem þarf aðstoð snemma. Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Bergið tók til starfa árið 2019 en þangað getur ungt fólk á aldrinum 12-25 leitað til að fá stuðning og ráðgjöf. Áætlað er að á þessu ári fari fram í kringum fimm þúsund viðtöl en í fyrra voru þau fjögur þúsund. „Það er mikil aðsókn. Við finnum að þetta er það sem unga fólkið okkar vill. Það vill hafa aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu án takmarkana. Það kostar ekkert að koma,“ segir Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins. Fagfólk starfi hjá Berginu sem taki á móti öllum sem þangað leita en málin sem komi á þeirra borð snúi að allt frá skólaforðun og vinamissi yfir kynferðisbrota- og ofbeldismál. „Þetta er aldurinn sem þú ert að færast úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla yfir í háskóla. Þú ert að fara út á vinnumarkaðinn. Þú ert að byrja í fyrsta ástarsambandinu. Fyrsta ástarsorgin. Þetta eru svona mikil breytingaár og heilinn er ekki fullþroskaður fyrr en tuttugu og fimm ára þannig það eru svona margir hlutir í gangi.“ Um hundrað og tuttugu ungmenni leiti til Bergsins í hverri viku. „Hugmyndafræðin okkar er að það eru engar tilvísanir. Þú þarft bara að skrá þig á bergid.is og þá máttu koma ef þú vilt koma. Ég held að með öllum þessum skilyrðum sem við erum að setja á þjónustu fyrir börn og ungmenni þá erum við að flækja hlutina meira og þar af leiðandi er fólk að detta á milli kerfa í staðin fyrir að hafa hana aðgengilegri og horfa út frá svona meira lágþröskuldasjónarhorni,“ segir Eva Rós. Mjög mikilvægt sé að leggja áherslu á að grípa þau ungmenni sem líður illa snemma. „Við sjáum það að við erum að missa allt of mikið af ungu fólki. Bæði í sjálfsvígum og í fíknivanda og við erum ekki að bregðast nógu mikið við og við erum í rauninni bara hinn endinn á sömu tímalínunni. Við viljum bara grípa þau fyrr,“ segir hún. „Við sjáum það bara á reynslunni á starfsfólkinu hérna innanhúss hvað það er mikilvægt að grípa þau áður en hlutirnir verða flóknir og það að grípa ungt fólk snemma dregur úr fjöldanum sem þarf þjónustu seinna meir og það gerir það að verkum að þeir sem að eru þá á hinum endanum eru þá að fá betri þjónustu af því þeir eru færri og það er ódýrara fyrir okkur sem samfélag að fá færri í dýrari úrræði.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira