Einar hættir af persónulegum ástæðum Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 13:11 Einar Þórarinsson er fráfarandi framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósleiðarinn Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu. Hann gerði það af persónulegum ástæðum. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að stjórn félagsins hafi fallist á ósk Einars, sem muni áfram gegna starfi framkvæmdastjóra þar til að ráðið hefur verið í starfið. Einar muni styðja við stjórn og arftaka sinn í því ferli. Starfið verði auglýst á næstu dögum. Haft er eftir Dagnýju Hrönn Pétursdóttur, stjórnarformanni Ljósleiðarans, að stjórnin sé afar þakklát Einari fyrir störf hans. „Starfstími Einars hjá Ljósleiðaranum hefur einkennst af mikilli fagmennsku og trausti. Hann kom til félagsins að loknu miklu fjárfestingarskeiði og fékk það verkefni að ná utan um reksturinn. Með elju og dugnaði hefur Einar ásamt öflugu stjórnendateymi Ljósleiðarans tekið ákveðin skref sem hafa skilað hagræðingu í rekstri og betri þjónustu til viðskiptavina. Félagið er vel í stakk búið að halda áfram að skipta máli á fjarskiptamarkaði og í því mikilvæga verkefni að tryggja örugga innviði hér á landi. Við erum Einari afar þakklát fyrir hans störf og óskum honum alls hins besta.“ Þá er haft eftir Einari að það hafi verið honum einstök gæfa að fá að leiða Ljósleiðarann í krefjandi verkefnum sem hann hafi fengist við síðustu tvö árin ásamt samstarfsmönnum sínum. „Hér hef ég starfað með framúrskarandi fólki sem hefur með fagmennsku og metnaði gert félagið að því sem það er í dag. Það hefur verið heiður að fá að leiða félagið og ég fyllist stolti þegar ég horfi til baka á þann árangur sem við höfum náð saman. Ljósleiðarinn er á góðum stað í dag og fram undan er fjöldi tækifæra sem ég er ekki í nokkrum vafa um að félagið muni nýta vel. Ég mun styðja stjórn og eftirmann minn í framkvæmdastjóraskiptunum og hlakka til að sjá félagið vaxa og dafna áfram.“ Vistaskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að stjórn félagsins hafi fallist á ósk Einars, sem muni áfram gegna starfi framkvæmdastjóra þar til að ráðið hefur verið í starfið. Einar muni styðja við stjórn og arftaka sinn í því ferli. Starfið verði auglýst á næstu dögum. Haft er eftir Dagnýju Hrönn Pétursdóttur, stjórnarformanni Ljósleiðarans, að stjórnin sé afar þakklát Einari fyrir störf hans. „Starfstími Einars hjá Ljósleiðaranum hefur einkennst af mikilli fagmennsku og trausti. Hann kom til félagsins að loknu miklu fjárfestingarskeiði og fékk það verkefni að ná utan um reksturinn. Með elju og dugnaði hefur Einar ásamt öflugu stjórnendateymi Ljósleiðarans tekið ákveðin skref sem hafa skilað hagræðingu í rekstri og betri þjónustu til viðskiptavina. Félagið er vel í stakk búið að halda áfram að skipta máli á fjarskiptamarkaði og í því mikilvæga verkefni að tryggja örugga innviði hér á landi. Við erum Einari afar þakklát fyrir hans störf og óskum honum alls hins besta.“ Þá er haft eftir Einari að það hafi verið honum einstök gæfa að fá að leiða Ljósleiðarann í krefjandi verkefnum sem hann hafi fengist við síðustu tvö árin ásamt samstarfsmönnum sínum. „Hér hef ég starfað með framúrskarandi fólki sem hefur með fagmennsku og metnaði gert félagið að því sem það er í dag. Það hefur verið heiður að fá að leiða félagið og ég fyllist stolti þegar ég horfi til baka á þann árangur sem við höfum náð saman. Ljósleiðarinn er á góðum stað í dag og fram undan er fjöldi tækifæra sem ég er ekki í nokkrum vafa um að félagið muni nýta vel. Ég mun styðja stjórn og eftirmann minn í framkvæmdastjóraskiptunum og hlakka til að sjá félagið vaxa og dafna áfram.“
Vistaskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira