Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 08:33 Kristín Þórhallsdóttir er margfaldur verðlaunahafi á heims- og Evrópumeistaramótum. @kristin_thorhallsdottir Kristín Þórhallsdóttir varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum um helgina og stimplaði sig aftur inn eftir erfitt og krefjandi ár. Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir) Lyftingar Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Sjá meira
Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir)
Lyftingar Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Sjá meira