Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2025 22:40 Inga Dóra Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri samskipta- og sjálfbærnimála Air Greenland. Egill Aðalsteinsson Þjóðarflugfélag Grænlendinga, Air Greenland, hefur orðið fyrir stórfelldu fjárhagstjóni vegna metfjölda aflýstra flugferða til nýja flugvallarins í Nuuk. Inga Dóra Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Air Greenland, segir félagið aldrei hafa lent í öðru eins í yfir sextíu ára sögu sinni. Í fréttum Sýnar var fjallað um þær breytingar sem orðið hafa í flugvallarmálum Grænlands. Það var í lok nóvember í fyrra sem breiðþota Air Greenland kvaddi Kangerlussuaq-flugvöll þegar hún hélt þaðan í síðasta reglubundna áætlunarflugið til Danmerkur. Í næsta flugi frá Kaupmannahöfn varð hún fyrsta flugvélin til að lenda á nýju flugbrautinni í Nuuk en þúsundir Grænlendinga mættu þá til að fagna tímamótunum. Airbus A330-breiðþota Air Greenland lendir á nýja flugvellinum í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Það sem átti að vera svo rosalega jákvætt, þegar við lentum hérna 28. nóvember... - það voru tíu þúsund manns sem stóðu hérna og tóku á móti vélinni, stóru þotunni okkar,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og sjálfbærnimála Air Greenland, í viðtali á Nuuk-flugvelli. Þess í stað hafa menn upplifað vonbrigði sökum þess hversu miklu oftar hefur þurft að aflýsa flugi til Nuuk miðað við Kangerlussuaq. „Við vissum að það myndi gerast. En það hefur bara verið ótrúlega mikið út af veðri, af aflýsingum, sem við bara aldrei höfum upplifað áður í sögu okkar, sem eru sextíuogfimm ár núna bráðum.“ Úr nýju flugstöðinni í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 59 aflýsingar í Nuuk miðað við aðeins þrjár á sama tíma í fyrra þegar Kangerlussuaq var flugmiðstöðin. „Þegar kemur að veðráttunni þá er rosalega lítið hægt að gera - annað en bara sætta sig við það,“ segir Inga Dóra í viðtali sem sjá má hér: En fleira hefur plagað Nuuk, eins og vandræði með hálku á brautinni og tafir í vopnaleit og afhendingu farangurs. Þá hefur það ítrekað gerst að þurft hefur að snúa flugvélinni við, jafnvel þegar hún er komin langleiðina til Nuuk. „Við höfum þurft að fara til baka til Kaupmannahafnar, millilendum í Keflavík til þess að fá eldsneyti og höldum svo til baka til Kaupmannahafnar. Það hefur náttúrlega valdið mikilli gremju, fólk er bara þreytt á þessu, að fara í svona langa ferð upp á kannski þrettán klukkutíma í flug með viðkomu í Keflavík,“ segir Inga Dóra. Þar sem Nuuk er safnflugvöllur fyrir allt Grænland hafa aflýsingar víðtæk áhrif á farþega frá öðrum byggðum, sem komast ekki strax áfram í framhaldsflug og neyðast til að gista í Nuuk. Þeir þurfa bæði fæði og húsnæði og stundum í fleiri en einn dag. Farþegum frá hinum ýmsu byggðum Grænlands á leið til útlanda er safnað saman á flugvellinum í Nuuk, þaðan sem millilandaflugið er núna.Egill Aðalsteinsson „Og hver á að borga þann reikning? Það lendir oft á okkur, bitnar á okkur.“ Ofaná bætist skortur á gistirými og segir Inga Dóra Air Greenland ítrekað hafa þurft að láta farþega gista í flugstöðinni. Þá hafi þurft að útvega sal og láta farþega fá lítið rúm, teppi og kodda. Fyrir starfsfólk Air Greenland hafa undanfarnir mánuðir verið einstaklega erfiðir og krefjandi, ekki síst fyrir Ingu Dóru sem samskiptastjóra flugfélagsins. Tvær Dash 8 Q200-vélar Air Greenland við nýju flugstöðina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ekkert smá rosalegt álag. Og ég hef oft staðið bara í flugstöðinni til þess að reyna að hjálpa til með að útskýra hvernig ástandið er og út af hverju við erum í svona ástandi.“ Rekstrartap Air Greenland fjórfaldaðist á fyrri helmingi þessa árs miðað við árið á undan, fór úr um 400 milljónum íslenskra króna upp í um 1.700 milljónir króna, jókst um 1.300 milljónir íslenskra króna. „Þetta er rosalegur kostnaður sem hefur fylgt okkur núna bara í ár,“ segir Inga Dóra. Hér má sjá þotuna lenda á nýja flugvellinum í fyrsta sinn þann 28. nóvember í fyrra: Grænland Fréttir af flugi Veður Samgöngur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um þær breytingar sem orðið hafa í flugvallarmálum Grænlands. Það var í lok nóvember í fyrra sem breiðþota Air Greenland kvaddi Kangerlussuaq-flugvöll þegar hún hélt þaðan í síðasta reglubundna áætlunarflugið til Danmerkur. Í næsta flugi frá Kaupmannahöfn varð hún fyrsta flugvélin til að lenda á nýju flugbrautinni í Nuuk en þúsundir Grænlendinga mættu þá til að fagna tímamótunum. Airbus A330-breiðþota Air Greenland lendir á nýja flugvellinum í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Það sem átti að vera svo rosalega jákvætt, þegar við lentum hérna 28. nóvember... - það voru tíu þúsund manns sem stóðu hérna og tóku á móti vélinni, stóru þotunni okkar,“ segir Inga Dóra Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri samskipta- og sjálfbærnimála Air Greenland, í viðtali á Nuuk-flugvelli. Þess í stað hafa menn upplifað vonbrigði sökum þess hversu miklu oftar hefur þurft að aflýsa flugi til Nuuk miðað við Kangerlussuaq. „Við vissum að það myndi gerast. En það hefur bara verið ótrúlega mikið út af veðri, af aflýsingum, sem við bara aldrei höfum upplifað áður í sögu okkar, sem eru sextíuogfimm ár núna bráðum.“ Úr nýju flugstöðinni í Nuuk.Egill Aðalsteinsson Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 59 aflýsingar í Nuuk miðað við aðeins þrjár á sama tíma í fyrra þegar Kangerlussuaq var flugmiðstöðin. „Þegar kemur að veðráttunni þá er rosalega lítið hægt að gera - annað en bara sætta sig við það,“ segir Inga Dóra í viðtali sem sjá má hér: En fleira hefur plagað Nuuk, eins og vandræði með hálku á brautinni og tafir í vopnaleit og afhendingu farangurs. Þá hefur það ítrekað gerst að þurft hefur að snúa flugvélinni við, jafnvel þegar hún er komin langleiðina til Nuuk. „Við höfum þurft að fara til baka til Kaupmannahafnar, millilendum í Keflavík til þess að fá eldsneyti og höldum svo til baka til Kaupmannahafnar. Það hefur náttúrlega valdið mikilli gremju, fólk er bara þreytt á þessu, að fara í svona langa ferð upp á kannski þrettán klukkutíma í flug með viðkomu í Keflavík,“ segir Inga Dóra. Þar sem Nuuk er safnflugvöllur fyrir allt Grænland hafa aflýsingar víðtæk áhrif á farþega frá öðrum byggðum, sem komast ekki strax áfram í framhaldsflug og neyðast til að gista í Nuuk. Þeir þurfa bæði fæði og húsnæði og stundum í fleiri en einn dag. Farþegum frá hinum ýmsu byggðum Grænlands á leið til útlanda er safnað saman á flugvellinum í Nuuk, þaðan sem millilandaflugið er núna.Egill Aðalsteinsson „Og hver á að borga þann reikning? Það lendir oft á okkur, bitnar á okkur.“ Ofaná bætist skortur á gistirými og segir Inga Dóra Air Greenland ítrekað hafa þurft að láta farþega gista í flugstöðinni. Þá hafi þurft að útvega sal og láta farþega fá lítið rúm, teppi og kodda. Fyrir starfsfólk Air Greenland hafa undanfarnir mánuðir verið einstaklega erfiðir og krefjandi, ekki síst fyrir Ingu Dóru sem samskiptastjóra flugfélagsins. Tvær Dash 8 Q200-vélar Air Greenland við nýju flugstöðina í Nuuk.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ekkert smá rosalegt álag. Og ég hef oft staðið bara í flugstöðinni til þess að reyna að hjálpa til með að útskýra hvernig ástandið er og út af hverju við erum í svona ástandi.“ Rekstrartap Air Greenland fjórfaldaðist á fyrri helmingi þessa árs miðað við árið á undan, fór úr um 400 milljónum íslenskra króna upp í um 1.700 milljónir króna, jókst um 1.300 milljónir íslenskra króna. „Þetta er rosalegur kostnaður sem hefur fylgt okkur núna bara í ár,“ segir Inga Dóra. Hér má sjá þotuna lenda á nýja flugvellinum í fyrsta sinn þann 28. nóvember í fyrra:
Grænland Fréttir af flugi Veður Samgöngur Tengdar fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11 Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40 Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11 Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Sjá meira
Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Hinn nýi alþjóðaflugvöllur Grænlendinga í Nuuk hefur lokast mun oftar vegna óveðurs en búist var við. Sláandi tölur hafa verið birtar um fjölda aflýstra flugferða frá áramótum. 12. maí 2025 22:11
Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Íslenskir flugumferðarstjórar á vegum Isavia hafa undanfarinn áratug annast flugumferðarþjónustu fyrir Grænlendinga. Með breytingum á flugvallakerfi landsins eru horfur á að ekki verði lengur þörf fyrir Íslendingana. 21. september 2025 20:40
Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Prófanir á flugleiðsögutækjum annarra þjóða eru ein sérhæfðasta útrás íslenska fluggeirans. Þannig er flugvél Isavia nýtt í mælingum fyrir Grænlendinga, Færeyinga og Norðmenn og íslenskir flugprófanamenn gegna um þessar mundir lykilhlutverki í úttekt á nýjum flugvöllum Grænlands. 28. september 2025 21:11
Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. 28. nóvember 2024 21:42