Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Bjarki Sigurðsson skrifar 5. október 2025 13:33 Stefán Jón vill ekki sjá Ísrael í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. vísir/EPA Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. Í næsta mánuði funda aðildarríki Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraela í Eurovision. Ríkin greiða atkvæði um hvort víkja eigi ríkinu úr keppninni, og náist meirihluti fyrir því fá Ísraelar ekki að vera með. Náist ekki meirihluti hafa nokkur þátttökuríki tilkynnt að þau dragi sig úr keppninni, þar á meðal Spánn, Írland og Holland. Ríkisútvarpið hefur ekki tekið afgerandi afstöðu, en gera má ráð fyrir því að Ísland taki ekki þátt verði Ísrael með. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr keppni. „Mín skoðun er eindregið sú að eftir framkomu Ísraels gagnvart almenningi á Gasasvæðinu að þeir séu búnir að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Það er að segja ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús. Ég geri skýran greinarmun á henni. Þetta er öfgastjórn en það er ágætt og gott og gegnt fólk sem býr í Ísrael. Þjóðin er ekki það sama og ríkisstjórnin í þessu tilviki. En ríkisstjórnin hefur notað Eurovision sem áróðursstökkpall fyrir sig og sína. Það er algjörlega óþolandi að mínu mati og bætist svo ofan á að hún stundar mjög harða ritskoðun á til dæmis EBU-útvarpsstöðvum á Gasasvæðinu. Bannar fréttaflutning og drepur fréttamenn,“ segir Stefán Jón. Á næstu dögum munu útvarpsstjórar Norðurlandanna funda í Reykjavík og líklegt að atkvæðagreiðslan verði til umræðu. Danir og Svíar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki greiða atkvæði gegn Ísraelum. „Það ber hver ábyrgð á sér. Ísland er ekki bundið af því að þessi fimm Norðurlönd komi sér saman að einni afstöðu,“ segir Stefán Jón. Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Í næsta mánuði funda aðildarríki Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, um þátttöku Ísraela í Eurovision. Ríkin greiða atkvæði um hvort víkja eigi ríkinu úr keppninni, og náist meirihluti fyrir því fá Ísraelar ekki að vera með. Náist ekki meirihluti hafa nokkur þátttökuríki tilkynnt að þau dragi sig úr keppninni, þar á meðal Spánn, Írland og Holland. Ríkisútvarpið hefur ekki tekið afgerandi afstöðu, en gera má ráð fyrir því að Ísland taki ekki þátt verði Ísrael með. Stefán Jón Hafstein, formaður stjórnar RÚV, vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr keppni. „Mín skoðun er eindregið sú að eftir framkomu Ísraels gagnvart almenningi á Gasasvæðinu að þeir séu búnir að segja sig úr samfélagi siðaðra þjóða. Það er að segja ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús. Ég geri skýran greinarmun á henni. Þetta er öfgastjórn en það er ágætt og gott og gegnt fólk sem býr í Ísrael. Þjóðin er ekki það sama og ríkisstjórnin í þessu tilviki. En ríkisstjórnin hefur notað Eurovision sem áróðursstökkpall fyrir sig og sína. Það er algjörlega óþolandi að mínu mati og bætist svo ofan á að hún stundar mjög harða ritskoðun á til dæmis EBU-útvarpsstöðvum á Gasasvæðinu. Bannar fréttaflutning og drepur fréttamenn,“ segir Stefán Jón. Á næstu dögum munu útvarpsstjórar Norðurlandanna funda í Reykjavík og líklegt að atkvæðagreiðslan verði til umræðu. Danir og Svíar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki greiða atkvæði gegn Ísraelum. „Það ber hver ábyrgð á sér. Ísland er ekki bundið af því að þessi fimm Norðurlönd komi sér saman að einni afstöðu,“ segir Stefán Jón.
Eurovision Eurovision 2026 Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira