Innlent

Tekist á um leik­skóla­mál og á­rásir á Gasa

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
hádegisfréttir

Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf.

Mikil umræða hefur skapast um leikskólamál í borginni í framhaldi af nýju útspili borgaryfirvalda sem greint verður frá nánar í hádegisfréttum Bygljunnar. 

Árásir Ísraela á Gasaborg héldu áfram þrátt fyrir ákall Bandaríkjaforseta um stöðun árása. Fyrsti fasi friðaráætlunar Trump Bandaríkjaforseta er í undirbúningi.

Boðað hefur verið til íbúafunda um mögulega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Efnt hefur verið til íbúakosningar um mögulega sameiningu sveitarfélaganna síðar á þessu ári, en sveitarstjórar leggja áherslu á að íbúar verði að eiga síðasta orðið.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 4. október 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×