Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2025 12:13 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig. Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig.
Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira