Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2025 12:13 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig. Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Á fimmtudag kynnti Reykjavíkurborg miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla. Helst má nefna að foreldrar sem ekki nýta þjónustu milli jóla og nýárs, þegar vetrarfrí er í grunnskóla og í aðdraganda páska fá mánuð ókeypis og afsláttur verður veittur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Þá muni gjaldskrá taka mið af tekjum foreldra, þannig foreldrar með minni heildartekjur greiði minna fyrir leikskólapláss. Formaður BSRB og forseti ASÍ gagnrýna hugmyndirnar og segja þær vonbrigði og uppgjöf. Þær velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það þurfi vissulega að breyta leikskólakerfinu en þetta sé ekki leiðin. Ræðir við félagsmenn Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tekur ekki undir með kollegum sínum. Hún segir mikilvægt að kanna hug félagsmanna fyrst, en stór hluti leikskólastarfsmanna í Reykjavík er í Eflingu. „Eins og ég skil stöðuna núna, þá hefur ekki verið farið í það með markvissum hætti að fá upplýsingar um afstöðu þessa hóps. Þannig við ætlum að ríða á vaðið og láta framkvæma þessa könnun strax eftir helgi. Við getum vonandi verið komin með skýrar niðurstöður mjög fljótt í kjölfarið,“ segir Sólveig Anna. Skrítin afstaða kollega Þannig þið hjá stjórn Eflingar takið ekki afstöðu fyrr en þið eruð búin að skoða hvernig hugurinn er hjá ykkar félagsmönnum? „Að sjálfsögðu gerum við það ekki. Það væri óskandi að ASÍ og BSRB myndu fara fram með sambærilegum hætti.“ Erfitt fyrir börn og starfsfólk Sólveig starfaði sjálf á leikskóla í um tíu ár og telur aðstæður og aðbúnað leikskólastarfsmanna hafa versnað síðustu ár. „Við þurfum líka að horfast í augu við að það er ekki gott börnin okkar að vera í umhverfi þar sem fólk, sem á að annast þau, er undir gríðarlega miklu álagi þarf að hlaupa mjög hratt til að láta hlutina ganga upp. Þar sem starfsmannaekla er mikil svo það er alltaf nýtt fólk að koma og fara úr umhverfi barnanna,“ segir Sólveig.
Leikskólar Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira